Robbie Williams sem 007? Robbie hristur - ekki hrærður?

Framleiðendur James Bond-myndanna eru að fara að leggja leið sína til Wales til þess að skoða hugsanlega tökustaði fyrir næstu mynd. Svo skemmtilega vill til að söngvarinn Robbie Williams verður með tónleika þar í júlí og því var ákveðið að slá tvær flugur í einu höggi og ætla framleiðendurnir að mæta á tónleikana, með það í huga að athuga hvort þeim þyki pilturinn henta í óskarullu hans.
Barbara Broccoli, dóttir Cubby Broccoli, hins upphaflega framleiðanda Bond-myndanna, hefur pantað herbergi á 5 stjarna hóteli í nágrenni tónleikastaðarins, sömu helgi og tónleikarnir eiga að fara fram og þykir það æði sterk vísbending um að sögusagnir þessar eigi við rök að styðjast.

Robbie hefur verið orðaður við hlutverk í Bond-mynd síðan hann hermdi eftir njósnaranum í myndbandi við lag sitt “Millennium” fyrir þremur árum.

Næsta Bond-mynd, sem verður sú tuttugasta í röðinni, verður að öllum líkindum sú síðasta sem mun skarta Pierce Brosnan í hlutverki njósnara hennar hátignar. Sögur herma að Broccoli, sem er yfirmaður Danjaq-Inc Promotions, fyrirtækisins á bak við Bond-myndirnar, sé nú alvarlega farin að íhuga Robbie í hlutverk njósnarans sem bjargar heiminum þegar hann er ekki að leggja einhverjar blondínur undir sig.

Þessi frétt er fengin að láni frá mbl.is

Hvað finnst ykkur? Haldiði að Robbie Williams geti leikið?

Mér finnst hann hafa útlitið til að vera Bond.

- Pixie