Buffy The Vampire Slayer - Season 2 - DVD Eftir að fyrstu þáttaröð af Buffy The Vampire Slayer lauk og varð þvílíkt vinsælt meðal áhorfenda hið vestra var þátturinn gerður upp með hærra fjármagni og tvöfalt fleiri þáttum (24) þar sem þáttaröð 1 var aðeins 12 þættir enda kom serían inn á The WB rásina í stað annars þátts sem ekki var að meika það. Festar hafa verið rætur fyrir söguþræðinum í fyrstu þáttaröðinni og mun þáttaröð 2 hafa í för með sér dramatískar þróanir þegar lengra líður. Þá er fyrst að telja samband Buffy og Angel, Giles og Jenny auk Xander og Cordeliu. Það sem mest kemur að óvart er að kynntar eru til sögurnar fjórar aukapersónur; Spike og Drusilla (School Hard), Oz (Inca Mummy Girl) og Kendra the Slayer (What´s My Line Part 1). Hlutverk þeirra er að taka á unglingavandamálum eins og systkynarifrildum, kynlífsumræðum og höfnunum.

En ekkert sem á undan kemur getur undirbúið áhorfendur fyrir það sem gerist seinni hluta þáttaraðar 2. Í þáttunum “Surprise” og “Innosence” þroskast þættirnir af miklum hraða, afleiðingin að Buffy sefur hjá Angel er röð af kraftmiklum afleiðleiðingum sem allir eru bjargarlausir til að búast við og spá fyrir, kraftmikil sögusögn meðfylgjandi góðu handriti og frábærum leik hjá annars ungu leikaravali. Þáttaröð 2 hefur með sér þennan Empire Strikes Back þema sem skilur eftir sig allt opið fyrir upphaf hinnar 3.

Tölvuteiknaði menúinn opnar þennan æðislega safngrip með ferð í gegnum dökkan og dularfullan kirkjugarð, vel útfærð grafík miðað við frekar teprulegt Season 1 DVD. Fjöldinn allur af “extra features” hefur verið komið fyrir á síðasta diskinum sem inniheldur trailera, upplýsingar um leikara, sjónvarpsauglýsingar sem í sjálfum sér er ekkert fyrir hardcore aðdáendur en kemur sé vel fyrir þá sem lítið sem ekkert vita um Buffy heiminn. Þrír þættir fylgja; “Designig Buffy” þar sem viðtal er við leikara og þáttahöfunda og farið er yfir proppið sem notað er við gerð þáttanna. “Buffy Bestiary” er stuttmynd þar sem fókuserað er á hvert einasta dímon sem kemur fyrir í þáttaröð 2. Vel þess virði að kynna sér þar sem þeir sýna listina á bakvið og föðrunina að auki. Það eru einnig stutt viðtöl þar sem James Marsters (Spike) talar með sínum upphaflega ameríska hreim en hann leikur Breta í þáttunum. Þegar öllu er á botninn hvolft þá gerir þetta aukadót gott safn með öllum þáttunum úr þáttaröð 2 þrátt fyrir að ekki er boðið upp á commentary frá Joss Whedon í þeim þáttum sem mestu máli skiptir.

Nánar um DVD:
- 6 Diskar
- Mjög fancy útlit
- Three Featurettes
- Art Gallery
- Biographies
- Trailers
- TV Spots

Hægt er að kaupa þetta á http://amazon.co.uk og er verið í kringum 55 pund eftir að breski vskurinn er tekinn af.

Góðar stundir,
Dobermann
“Forget the Tribe, My Pants Have Spoken!”