Hér fyrir neðan eru nokkrar áhugaverðar staðreyndir um meistaraverkið Pulp Fiction. Það er gaman að lesa þetta ef maður er ný búinn að horrfa á myndina og maður verður helst líka að vera búinn að horfa á hinar Tarentino myndirnar. En áður en ég skrifa þær ætla ég að rifja upp hverjir eru hvað í myndinni.

Tim Roth:Pumpkin og Amanda Plummer:Honey Bunny fólkið sem rænir staðinn í byrjun.
John Travolta:Vincent Vega og Samuel L. Jackson:Jules.
Bruce Willis:Butch Coolidge.
Ving Rhames:Marsellus
Uma Thurman:Mia
Brett er gaurinn í íbúðinni sem Jules og Vincent far inní í byrjun.
Quentin Tarantino:Jimmy og leikstírir myndini að sjálfsögðu hann leikstírði líka (
Reservoir Dogs,Jackie Brown og Kill Bill)


1. Myndin byrjar á veitingarstað með fólki sem er að undirbúa rán, allveg eins og Reservoir Dogs byrjar.

2. Þegar Vincent og Mia labba inná Jack Rabbit's Slim staðinn þá er ramagnsbílabraut í salnum með mislitum bílum á brautini, bílarnir eru með sömu litum og persónurnar í Reservoir Dogs.

3. Í fræga adrenalínsprautu atriðið er tekið upp aftur á bak.

4.Steve Buscemi leikur þjón í myndini, en í Reservoir Dogs talar hann illa um þjóna.

5. Í byrjunaratriðinu sér maður Vincent fara á klósettið.

6. Eina orðið í myndini sem er notað oftar en fuck er what.

7. Í myndini skítur Vincent Marvin óvart í hausinn, í tvem öðrum myndum sem Tarentino skirfaði deyr hjálparlauss persóna sem heitir Marvin(Reservoir Dogs og True Romance).

8. Ef myndin væri sýnd í réttir röð þá væri síðasra línan í henni “Zed's dead baby. Zed's dead.”

9. Alltaf þegar einhver fer á klósettið þá gerist eitthvað slæmt.
Vincent fer og er drepinn,
Vincent fer og Mia tekur heovin í nefið,
Vincent fer og Hbunny og Pmkin byrja að ræna staðinn,
gaurinn sem felur sig inná baðherberginu hjá Brett er skotinn,
þegar Jules fer á klósettið á barnum þá byrja Vincent og Butch að hata hvorn annan,
þegar Jules og Vincent fara á klósettið hjá Jimmy byrja þeir að rífast um handklæðið,
þegar Mia fer á klósettið á Jack Rabbit's Slim til að púðra á sér nefið þá verður hún pirruð þegar Vincent spyr hana um Antwan,
þegar Butch er í sturtu þá verður kærastan hans pirruð út í hann.

10.Vincent Vega á að vera bróðir persónurnar sem Michael Madsen lék í Reservoir Dogs.

11. Þegar Lance er að leita af sprautuni til þess að spraut Miu þá eru spilin Life og Operation hliðina á honum.

12. Þegar Butch er að ná í úrið sitt aftur þá er auglýsingar skilti sem er að aglýsa Jack Rabbit Slims staðinn sem Mia og Vince borðuðu saman á.

13.Í öllum Tarantino myndunum er einhver sem er í aukahlutverni í skottinu á bíl.

14. Þegar myndin fékk gullpálman þá gaf Tarentina mótmælanda fingurinn þegar hann var að halda ræðuna, mótmælandinn var að mótmæla ofbeldi í myndinni.

15. Þegar Butch fer að ná í úrið sitt þá heyrist í útvarpinu að á Jack Rabbit Slims staðnum þá hafi brotist út slagsmál eftir danskeppni og að bikari hafi verið stolið, þannig að Vincent og Mia unnu ekki keppnina heldur stálu þau bara bikarnum.

16.Butch velur Katana sverð sem vopn í “veðlánabúðinni”, í kill bill segist Budd(Micael Madsen) hafa veðsett sverðið sitt, þannig að sverðið sem Butch notar í Pulp Fiction er sama sverð og Budd veðsetti í Kill Bill. Auk þess á Micael Madsen sverðið sem var notað í alvöruni notað í myndinn, Tarentino fékk það bara lánað fyrir myndina.

17. Mia er í sömu fötum í Pulp Fiction og Elle Driver er í Kill Bill 2.

18. Ræða Christopher Walkens í myndini er svipuð og saga persónurnar hans í The Deer Hunter.

19. Fræga ræða Samuels L.Jackson í myndinni þar sem hann segist vera að vitna í Biblíuna er alls ekkert öll í Biblíuni bara smá bartur af henni er í Biblíuni(allarvegana minni).Gáið þið bara sjálf i ykkar biblíu Ezekiel 25:17.

20. Þegar Vincent og Jules eru að keyra með Marvin þá skammar Jules Vincent fyrir að nota nafn Guðs við hégóma, seinna notar Jules nafn Guðs við hégóma.

21. Þegar Mia og Vincent fara áJack Rabbit Slim's gerir Mia(Uma Thurman) ferhirnig með puttunum og hann er teyknaður ínná myndina, í Kill Bill 1 þá gerir Uma Thurman það sama en það er einginn ferhirningur teiknaður inná.

22. Skotholurnar í veggnum hjá Brett voru í honum áður en það var skotið á Vincent og Jules.

23. Konan sem Marcellus skítur óvart þegar hann er að reyna að skjóta Buce er sama konan sem Steve Buscemi dregur úr bílnum sínum í Reservoir Dogs. Hún heitir Linda Kaye og hún var kennari Tarentino einu sinni og hún hafð víst mikil áhrif á að hann varð leikstjóri.

24. Þegar sveitadurgur kemur fram í mynd eftir Tarentino þá er hann að fara að nauðga einhverjum.

25. Persónan sem Tarentino leikur á að vera fyrrum leigumorðingi og á að vera fyrrum félagi Jules.

26. Í myndini leikur Tim Roth Pumpkin,sem er appesínugult grænmeti, í Reservoir Dogs leikur Tim Roth Mr. Orange.

27.Honeybunny segir 2 mismunandi hluti í byrjunin á myndini og í endanum á henni.

28. Flestar, en þó ekki allar, klukkurnar í myndini eru stilltar á 4:20.

29. Reservoir Dogs var upprunanlega 3 sagan í Pulp Fiction.

30. Tarantino ætlaði upprunanlega að leika dópalan Lance en honum fannst eins og hann yrði að vera bakvið myndavélina í adrenalínsprautuatiðinu.

31. í byrjunin þá heyir maður Jules vera að tala um að byrja nýja lífið sitt.

32. Á mótorhjólinu hans Zeds stendur Grace sem er einmitt nafnið á kærustu Tarentino þegar hann var að taka myndina upp.

33. Jimmie(pulp Fiction) og Mr. White(Reservoir Dogs) gætu verið skildir því þeir hafa báðir ættarnafnið Dimmick.

34. Tvær persónur sem Samuel l. Jackson leikur í Tarentino myndonum segja sömu settningarnar í 2 mismunadni myndum “This is some repugnant shit-Jules/Ordell”

35. Kaldhænislega segir Mia að hún séi að fara að púðra á sér nefið,sem er klassíst fyrir stelpur að segja þegar þær fara á klósettið, en hún tekur kókaen uppí nefið þar sem gefur orðatiltækinu nýja merkingu.

36. Vincent segist ekki horfa á sjónvarp en í myndini vitnar hann í atriði úr sjónvarpsþáttunum “Cops”

37. Tarentino var búinn að skrifa Biblíu ræðuna áður enn hann skrifaði handritið af myndin, hann áhvað bara að það hentað vel þarna.

38. Tarentino skrifaði mestan hluta af handritinu í Amsterdam.

39. Danny DeVito var framleiðandi myndarinnar og hann borgaði Tarentino mikin pening áður en að hann var búinn að skrifa handritið.

40. Vincent er sá eini sem kemur fram í öllum sögunum.

41. Það hafa margar kenningar verið uppi um hvað er í töskunni hér er ein: Sumir segja að Brett hafi gert samning við Marcellus um að Brett fái sálina hans Marsellus. Þersvegna er Marcellus með plásut aftan á hnakkanum á sér því að þannig hefur hún verið tekinn út úr honum. Í hvert sinn sem taskan er opnuð þá skín gulllitað ljós uppúr henni það er sál Marcellusar.Til þess að sanna þetta þá getið þið séð það þegar Bett er drepinn kemur sama ljós yfir skjáinn það er sál Bretts að fara úr líkama hans.

42.Tarentino skrifaði hlutverkin fyrir Jules, Wolf, Honey Bunny and Pumpkin sérstakelga fyrir leikarana sem léku þá.

43.Ellen DeGeneres reyndi að fá hlutverk Jody en fékk það ekki.

44. Bad motherfucker veskið sem Jules átti, var vekið hans Tarentino.

45. Roger Ebert(frægur gagrínandi) sagði að þessi mynd væri 4 besta mynd 1994 en 2 besta mynd 1990-2000,eitthvað að ruglast gamli kallinn.

46. Pulp Fiction og Jackie Brown eru jafn langar.

47.Þegar Mia singur með “girl you'll be að woman soon” þá singur hún ekki réttan texsta við lagið.

48. Mr Wolf er í koktelboði svona snemma um morguninn þegar Marsellus hringir í hann.

49. Ég náði að hlusta á Kill Bill 1 diskinn 3 á meðann ég var að skrifa þetta.

50. Þegar ég byrjaði að skrifa þetta þá vissi ég ekki að þetta yrið akkurat 50 pungtar.


Jæja hérna eru þessir pungtar út myndini, ég biðst velvirðingar á öllum innsláttarvillum. Þessa pungta tók ég af þessum link: http://www.imdb.com/title/tt0110912/board/flat/16353291 ég þíddi bara skemmtilegustu pungtana. Kannski full langt samt.


Takkf fyri
“Why can't we just get along”