Jæja, þá er maður búinn að sjá dýrustu mynd allra tíma, 1.350.000.000kr. Ekkert smáræði þar á ferð. Ef að þú hefur engan áhuga á myndinni en langar samt að vita eitthvað um þessa hundleiðinlegu mynd lestu þá endilega áfram þú græðir 800 kall!!!

Myndin fjallar um orrustuflugmanninn Rafe (sem Ben Affleck leikur hræðilega) sem fer til Bretlands til þess að berjast fyrir Breta við lið Þjóðverja. Nokkrum vikum áður en hann fer til Bretlans hittir hann fallega hjúkku, sem heitir Evelyn, og þau eru yfir sig ástfanginn (breytist myndin þá í rómantíska vælu). Hann fer til Bretlands og á að hafa látist þar. Evelyn er mjög fúl útaf því (grenja, grenja, uhuhuhuhu), en þá byrjar hún með besti vin Rafe, sem heitir Danny (yfir sig make-aður í myndinni), og þau verða yfir sig ástfanginn. Rafe kemur aftur til Bandaríkjanna og hittir Evelyn, hún segir honum frá því að hún sé byrjuð með Danny (grenja meira, grenja meira, meira uhuhuhuh). Í millitíðinni eru Japanir að skipuleggja áras á Perluhöfn (Pearl Harbor) þar sem stærsti hluti bandraíska flotans er. Í Washington D.C. hafa Bandaríkjamenn fengið ýmsar hótanir frá Japönum og þeir vita ekkert hvar Japanir munu gera árás, nema einn maður að nafni Thruman (Dan Akroyd), hann heldur að Japanir munu ráðast á Perluhöfn.

7. desember 1941 kl 7:30 gera Japanir loks árás (mikið húllumhæ), árásin er í u.þ.b. 30 langar mínútur og margir deyja (huhuhuhuhu). Rafe og Danny ætla ekki að gefast upp og reyna að berjast gegn þeim og ná að skjóta niður sjö flugvélar af 360 flugvélum (vei, vei, vei, húrra mikill sigur fyrir bandarísku þjóðina). Eftir það
segir Rooseveltforseti (Jon Voight): “Við ætlum að ráðast á Tokyo, Japan. Við gefumst aldrei upp!!!!” Einhver höfuðsmaður (Alec Baldwin) talar við nokkra orrustuflugmenn (þar á meðal Rafe og Danny) og spyr þá hvort að þeir séu tilbúnir að ráðast á Japan.Þeir segja allir: “JÁ, herra!!!!!!!” og þá fer nokkur móðurskip til Japans og 16 flugvélar. Og þeir ráðast á Japan og eftir það kemur mikið uhuhuhuh hjá Ben Affleck (ömurlegt atriði) vegna þess að Danny deyr (óóóónnnnneeeeeeiiiiiii). Myndin endar á því að bandaríski fáninn er sýndur (vvvvvveeeeeeeeiiiiiiiiiii) og Evelyn og Rafe lifa skemmtilegu lífi upp í sveit.

Hvað er að Banadaríkjamönnum, þeir elska landið sitt meira enn allt annað. 5.981 klisjuatriði í þessari mynd og þvílík leiðindi. Hundleiðinleg mynd í alla staði og þá sérstaklega þetta hræðilega handrit. Aðeins 170 mínútur af leiðindum. Shrek-trailerinn á undann myndinn gefur henni þessa ½ stjörnu annars myndi hún fá 0 stjörnur. Maður bíður spenntur eftir henni, frumsýnd 20. júlí…