Collateral Tom Cruise - Vincent.
Tom Cruise skilar sínu eins og venjulega, hann sýnir hve ótrúlega einstök og hrollvekjandi persónan Vincent er.
Jamie Foxx - Max.
Jamie Foxx lék af ótrúlegum sannfæringarkrafti og innlifun, enda hlaut tilnefningu til óskarsverðlauna fyrir besta karl leikara í aðalhlutverki 2005 og hefði alveg mátt vinna.
Jada Prinkett Smith - Annie.
Jada Smith hefur alltaf í mínum augum verið skemmtileg leikkona, og gerir þetta vel.

Leikstjórn - Michael Mann (Heat, Aviator, Ali)
Handrit/Saga - Stuart Beattie (Pirates of the Caribbean, Joey)

Þessi mynd fékk enga sérstaka dóma, þó hún var tilnefnd til tveggja óskarsverðlauna, en engu að síður er Collateral fyrir mér mjög einstök, hún gerir það sem of fáar myndir nú til dags gera, fær mann til að hugsa, hugsa um heiminn og fólkið í honum. Hvernig Vincent lítur á heiminn er svo fallega öðruvísi en Max, og hve Max er svo eins og margir í heiminum, hugsa en gera ekki.
“Tvíeykið” Cruise og Foxx vinna ótrúlega vel saman, þó persónurnar eru eins ólíkar og svart og hvítt (pun intended).

Dæmi:
"Max: Hey.[stuttering]
Max: He, he fell on the cab. He fell, he fell from up there on the motherfucking cab. Shit. I think he's dead.
Vincent: Good guess.
Max: You killed him?
Vincent: No, I shot him. Bullets and the fall killed him. “


Myndatakan í myndinni er eins og falleg uppspretta af karmellubúðing búin til af litlum fallegum álfum. Að taka L.A. og mynda hana í tvo tíma um nótt er erfitt að gera vel. Það er eitthvað sem Mann gerir með ótrúlegri hæfni, og ef ég leyfi mér að vitna í annan gagnrýnanda ”LA never looked this good at night from a helicopter."

Óvenjuleg, vekjandi, og beint í andlitið, Collateral er ein af fáum sem ég eyddi pening í.


(Partar voru vitnaðir í af síðunni www.imdb.com)
((Mín fyrsta gagnrýni, feel free to flame me, en ekki búast við að ég lesi það))
True blindness is not wanting to see.