Truckers eftir Terry Pratchett á leiðinni í bíó Ég var að heyra að Truckers (Nálfarnir á ísl) eftir Terry Pratchett séu á borðinu hjá DreamWorks, Pterry segir að hann treysti DW vel fyrir þessu miðað við fyrri myndir þeirra. Myndin verður animated en ég hef ekki nánari upplýsingar um það.

Bækurnar eru upphaflega þrjár og frekar ætlaðar yngri lesendum þó það hafi ekki stöðvað neinn eldri í að lesa þær enda stórskemmtilegar eins og Discworld bækurnar eftir Pratchett.

Þetta er samt kannski villandi að segja að þetta sé á leiðinni í bíó því þetta er í fyrsta lagi 2004 sem hún kæmi út, ég veit ekki hvort allar þrjár bækurnar verði filmaðar eða bara fyrsta bókin.



Þetta yrði fyrsta stóra framleiðslan á verki eftir Pratchett, Truckers hefur verið framleitt fyrir BBC áður og tvær teiknimyndir (Wyrd Sisters og Soul Music) hafa verið gerðar eftir Discworld bókum.

Það stóð líka til að Mort yrði framleidd fyrir nokkrum árum en það stoppaði á því að kvikmyndaframleiðendurnir voru heimskir.
<A href="