The Shawshank Redemption 10th Anniversary Jæja orðin dágóður tími síðan ég sendi seinast inn grein(Schindlers list limited edition (24 ágúst)). Fékk mér snilldar myndina The Shawshank redemption -10th Anniversery- edition, kaup sem ég sé ekki eftir.Upprunalega gefinn út árið 1994 og fékk 7 tilnefningar en vann ekkert því miður.

Myndin sjálf: Fjallar um Andy Dufresne(inmate 37927)og líf hans og annar fanga sem hann kynnist þar og baráttu hans við fangana og fangavarðana.

Leikarar: Tim Robbins sem Andy Dufrense leikur hann af miklum sannfæringarkrafti og skilar sínu hlutverki einkar vel.
Morgan Freeman sem Ellis Boyd “Red”redding maðurinn sem reddaði öllu í fangelsinu var reddarinn,einnir sögumaðurinn, hlaut tilnefningu til óskarsverðlauna fyrir besta karl leikara í aðalhlutverki og átti það vel skilið var að skila sínu hlutverki vel.
önnur hlutverk: Bob Gunton sem Warden Samuel Norton einkar leiðinleg persóna en hann nær að koma Warden Norton vel frá sér og á lof skilið fyrir framúrskarandi leik og í raun besta mynd hans og ég sé ekki fram á að hann muni toppa þessa mynd.
William Sadlersem Heyward (inmate 323625)
annar leikari sem sýnir sinn allra besta leik og mun aldrei toppa framistöðu sína sem hann var að skila í þessari mynd.

Leikstjórinn:Frank Darabont betur þekktur fyrir handrit sín pg sem framleiðandi en þó hefur hann leikstýrt myndunum The Green Mile og The Majestic gerði handritið líka af þessu myndum og framleiddi myndirnar The Salton Sea og Collateral.

Handritið:Byggt á snásögu Stephens Kings Rita Heyworh and Shawshank Redemption skrifað af Frank Darabont þar sem hann fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir handritið.

Myndin: er í 16:9

Hljóð: English, Stero og ENglish 5.1

Myndin er 136 mínútur að lengd

Aukaefni:Threedisc special edition
Aukaefni myndarinar eru meira en 4 klst og commentary frá Frank Darabont.

Diskur 1
Commentery by Frank Darabont: Þar kemur hann með ýmsan fróðleik og annað sem gerðist á tökustað myndarinar.
New Theatrical Trailer
Biographies: Farið í gegnum leikarana og myndir sem þeir hafa leikið í.
Memorable Quotes: snillda að hafa þetta með þessar eftirminnilegu quotes.

Diskur 2
Hope Springs Eternal-A look back at Shawshank Redemption: Rætt við leikarana og talað við þá og séð hvað þeim fannst um myndina.
Nokkurs konar gerð myndarinar 10 árum seinna Shawshank: The Redeeming Feature: Í þessu er reynt að svara þeirri spurningu hvers vegna þessi mynd er svona góða og hvað gerir hana svona góða.
The Charlie Rose Show with: Frank Darabont, Tim Robbins and Morgan Freeman: sjónvarpað árið 2004 í BNA sjónvarpi , stutt spjall milli þessara 4 manna um myndina.
Shawshank Stills Gallery: ljósmyndir sem teknar voru af töku stað af leikurum, aðstandendum myndarinar og Behind the scenes.
Shawshank Storyboard: “teiknimynda” Shawshank Redemption sýnt hvernig þetta var á fyrstu mánuðunum fyrir leikstjóranum hvernig hann hugsaði þetta.

Diskur 3
Interviews: viðtöl við leikarana , Tim Robbins, Morgan Freeman, Bob Gunton, William Sadler og Clancy Brown allt sér .
Original on Location Footage: myndir af settinu frá árinu 1994.
Original Theatrical Trailer: Upprunalegai Trailer mynarinar frá 1994.
The Definitive Guide: skemmtileg lesning þar sem kemur fram ýmis mistök og tæknilegar upplýsingar og einnig er fjallað um leikarana og aðra aðstandendur myndarinar.

Myndin er Region 2
Textar: English HOH fylgir með


Myndin Hlaut 7 óskarsverðlaun árið 1994, þar á meðal fyrir:
Karl leikara í aðalhlutverki: Morgan Freeman
Besta Kvikmyndataka: Roger Deakins
Besta Klippta myndinn: Richard Francis-Bruce
Besta Tónlist: Thomas Newman
Besta Mynd: Niki Marvin
Besta Hljóð: Robert J. Litt, Elliot Tyson, Michael Herbick, Willie Burton
Besta Handrit: Frank Darabont
Ég hefði viljað sá Morgan Freeman fá óskarinn þarna en það gerðist ekki, ekki í þetta skiptið

Þessi mynd er í 2# sæti á www.IMDB.com yfir bestu myndir allra tíma

Mitt álit á þessari mynd.
Myndinn sjálf algjört meistara stykki og must fyrir alla alminnilega kvikmynda áhugamenn að eiga í safninu.****/****
Aukaefni alltaf finnst mér jafngaman að aukaefni og þegar það er svona mikið og skemmtilegt kemur bara eitt til greina.****/****

Jæja þeir sem ekki eiga þessa mynd fyrir ættu að drífa sig og kaupa þessa mynd því að þetta er skyldueign allra kvikmynda áhugamanna og allra yfir höfuð.

Óþarfi er að benda mér á stafsetninga villur og flame er algjör óþarfi