Uwe Boll: Snillingur eða versti leikstjóri sögunar Uwe Boll er einn af nýliðunum í kvikmyndageiranum. Hann hefur reyndar verið viðloðinn við kvikmyndir í dágóðan tíma. En undanfarinn tvö til þrjú ár hefur hann verið að koma sterkur inn og er orðinn einn af umtöluðustu leikstjórunum í bransanum. En reyndar þurfa Peter Jackson, Steven Spielberg og Quentin Tarantino ekki að hafa áhyggjur. Því Uwe Boll er ekkert að fara taka verkefnin af þeim. Heldur eru það menn eins og Paul W.S. Anderson og Ed Wood(yfir því að verða ekki lengur titlaður sem versti leikstjóri sögunar.) sem þurfa að fara hafa áhyggur. Uwe Boll er nefnilega kominn góða leið með það að verða titlaður sem versti leikstjóri sögunar.

En hver er maðurinn ?
Uwe Boll fæddist í Wermelskirchen í Þýskalandi 22 júní 1965. Hann byrjaði snemma við að fikta við kvikmyndagerð. Hann fór í skóla og lærði kvikmyndagerð, bókmenntir og hagfræði. 1995 útskrifaðist hann sem doktor í bókmenntum(já, heyriði þið rétt, þið skuluð sko kalla hann Dr. Boll). Eftir námið byrjaði hann að framleiða og leikstýra bíómyndum. Árið 2000 stofnaði hann sitt eigin kvikmyndafyrirtæki, BollKB. Síðan þá hefur Boll verið duglegur við að gefa út hvert “meistaraskikkið” á eftir öðru. Þær myndir sem hann hefur gefið út eru(einkunn af imdb.com):

1. Alone in the Dark (1.9/10) - 2005
2. House of the Dead (2.3/10) - 2003
3. Heart of America (6.3/10) - 2003
4. Blackwoods (5.1/10) - 2002
5. Sanctimony (3.7/10) - 2000
6. Erste Semester, Das (3.7/10) - 1997
7. Barschel - Mord in Genf? (3.1/10) - 1993
8. Amoklauf (3.7/10)- 1992
9. German Fried Movie (2.6/10)- 1991

En hvað er það sem gerir Boll svona umtalaðan ? Það eru margir leikstjórar þarna úti sem hafa gert enn verri bíómyndir en hann, og hafa gefið út miklu fleiri myndir. Jú, það er útaf ákveðnum markhópi sem hann hefur ákveðið að einbeita sér af. Tölvuleikjamarkaðurinn. Hann hefur nefnilega ákveðið að gera bíómyndir eftir tölvuleiki. Og ekki bara einhverja tölvuleiki, heldur tölvuleiki sem hafa orðið vinsælir og eiga stóra aðdáendahópa.

Fyrsta myndin sem er byggð upp á tölvuleiki var House of the Dead. Þótt ótrúlegt megi virðast þá náði þessi mynd að hala inn nógu miklum peningum til að koma út í hagnaði. Kostaði 5.000.000$ í framleiðslu en halaði inn 11.000.000$, bara nokkuð góður hagnaður af bíómynd sem er í 29 sæti yfir verstu myndir frá upphafi. Og það er einmitt það sem framleiðendi í Hollywood virðast einbeita sér mest af þessa dagana. Að bíómyndirnar skili inn hagnaði. Næst í röðinni er Alone in the Dark. Þessi mynd hefur gjörsamlega floppað í kvikmyndahúsum vestanhafs og eftir 3 sýningarhelgar(og er enn í kvikmyndahúsum) hefur myndin einungis halað inn 5.100.000$, en myndin kostaði 20.000.000$ í framleiðslu. Auk þess er myndin kominn í 9 sæti yfir verstu myndir frá upphafi. En Boll heldur ótrauður áfram, tölvuleikja unnendur til mikillar skelfingar. Hann er með 3 bíómyndir byggðar á tölvuleikjum í vinnslu og eru þær Far Cry, Hunter: The Reckoning og Bloodrayne. Svo er hann að vinna af því að kaupa sýningaréttinn af leiknum Hitman.

Uwe Boll er orðinn það umdeildur af tölvuleikjadýrkun sinni að fjölmargir hópar hafa verið stofnaðir víðsvegar um netheiminn til að reyna stoppa manninn í að gera fleiri myndir. Þegar menn hafa verið að líkja honum við Ed Wood, þá hafa þær samlíkingar verið fljótt skjóttar í kaf af “stuðningsmönnum” Ed Wood. Og hafa menn bent á það að þrátt fyrir að Ed Wood hafi gert lélegar myndir þá hafi hann verið með frumlegar hugmyndir og lítið fjármagn. Ég las t.d í einu viðtali við Uwe Boll þar sem hann sagði orðrétt “Ég tek góð atriði úr öðrum myndum og reyni að gera þau betri”. Hvað svo sem það þýðir. Svo hafa þær myndir sem ekki hafa verið gerða eftir tölvuleikjum verið sláandi líkar stórmyndum. Svo hefur verið reynt að líkja honum líka við Paul W.S. Anderson. Anderson lítur nú út fyrir að snillingur munað við Boll.

Ýmsar kjaftasögur hafa sprottið upp í kringum Uwe Boll. Nýlega vaknaði upp sú spurning hvort Uwe Boll væri nokkuð til. Heldur að um væri að ræða nafn innan Hollywood sem væri sett á allar myndir sem mundu floppa.
Boll hefur fengið það gælunafn á sig að vera “bölvun tölvuleika”. Og nýjasta myndin sem hann er kenndur við og væntanlegt flopp, er stórmyndin Doom. Þó hann komi ekki nálægt myndinni þá tókst mönnum samt að kenna honum um þær breytingar sem hafa orðið á myndinni.

En þrátt fyrir að myndirnar hans séu ekki góðar, þá virðist hann alltaf geta fengið góða leikara til sín. Í Sanctimony, sem margir telja vera ripp-off af Seven, fékk hann Casper Van Dien og Eric Roberts. Í Alone in the Dark eru það Christian Slater, Tara Reid og Stephen Dorff. Í Bloodrayne, ja, hann er með fullt af frægum leikurum og m.a. óskarsverðlauna hafa Ben Kingsley. Ótrúlegt.

Ekkert virðist geta stoppað tölvuleikja-tortímanda Uwe Boll en hingað til hef ég haft gaman af kallinum. Aðalega vegna þess að ég hef ekki spilað þessa tölvuleiki og hef því ekkert álit á þessum bíómyndum. En um daginn rakst ég á viðtal við kallinn þar sem hann var spurður út í draumamyndina sína. Þar sagði hann að draumamyndin sýn væri mynd í anda Lord of the Ring myndana byggð á Warcraft og Dungeon Siege tölvuleikjana. Ég segi bara, ef hann snertir Warcraft, þá er þetta orðið persónulegt.

Hérna eru svo nokkrar skemmtilegar síður um Uwe Boll:
http://www.somethingawful.com/articles.php?a=2649 – Skyldulesning
http://www.uweboll.com

Heimildir: FilmForce, imdb.com
Helgi Pálsson