The Exorcist Vá maður.. ég var að horfa á þessa mynd í fyrsta sinn.. endurgerðina á VHS um daginn og vá.. ég er alveg.. ekki það að myndin sé eikkað ógeðsleg (hún er það), heldur sagan og það..

12 ára stelpa heltekin af djöflinum.. og þannig myndast það sem heitir “unglingaveiki” :)
Stelpan, sem heitir Reagan fær alltaf verri og verri brjálæðistköst.. og fer að verða lífshættuleg.. þá er kallað á “Exorcistinn” eða Særingarmanninn, sem á að geta rekið þennan illa anda burt úr stelpunni.

- S P O I L E R

En atriðið “let Jesus fuck you” það var alveg ótrúlegt !! og svo “lick me”, þessi stelpa sem lék hana (Linda Blair), hún hefur áreiðanlega lært nokkur orð og svona eftir að hafa leikið í þessari mynd..

Svoldið skrýtið en það létust 9 manns við gerð þessarar myndar, takið eftir því þegar Burke er í myndinni er eina stundina lifandi, það er ekkert gefið í skyn að hann sé að drepast eða neitt.. heldur aðeins seinna þá er sagt að hann hafi verið drepinn.. það var ekkert sýnt eða neitt.. það þýðir greinilega það að hann hefur dáið meðan tökur á myndinni stóðu…

Til “gamans” má nefna að aðalleikkonan í Psycho dó þegar helmingur af myndinni stóðu, hún var nefnilega myrt. Það virðist vera dauði leikara sem hefur áhrifin á áhorfendur.. eða hvað? Nei, ætli það nokkuð ??

Myndin þykir ennþá í dag vera rosaleg hrollvekja… og ég mæli ekki fyrir þá sem eru myrkfælnir að horfa á þessa mynd einir heima um kvöld/nótt.. (:

sigzi