Ég hreinlega verð að skrifa um myndina Naked Gun: From the files of police squad því þetta er án efa einhver albesta grínmynd sem ég hef séð og það má alveg segja að hún hafi markað hálfgert upphaf svona aulagrínmynda.

Myndin byrjar á því að lögreglumaðurinn Frank Drebin sendur til Beirút til þess að, ja koma upp um samsæri um að drepa Elísubetu Englandsdrottningu. Okkar maður fer á svæðið og bjargar málum og uppfrá því má segja að gamanið byrji og það er stanslaust allt til enda. Opnunaratriðið hans O.J er líka frábært og hann kemur mjög sterkur inn í öllum þeim atriðum sem hann er í.Frank reynir eftir bestu getu að komast að því hverjir standa að samsærinu en það á eftir að ganga brösulega.

Húmorinn í þessari mynd er algjör snilld og orðagrínið er eitt það besta sem ég hef heyrt. Setningar eins og; “ Isn't it a dangerous job, a police man.” Frank: “Yes… that's why I carry a big gun” Jane: “What do you do when it accidentily goes off” Frank: “I try to think of baseball”. Maður þarf reyndar að upplifa atriðið til þess að ná þessu betur.

En í þessari mynd er eitthvert fyndnasta atriði sem ég hef séð á ævinni og það er þegar Frank er búinn að kveikja í íbúðinni hjá Ludwig og er á sillunni. Á sillunni eru naktar styttur sem eru ágætlega vaxnar að neðan. Frank dettur og hangir í einum skaufanum og reynir að hífa sig upp, auðvitað með opinn munn og beinir hausnum að skaufanum og kona sem er stödd í glugganum er auðvitað skelfingu lostin.

Þessi mynd gengur alls ekki ú á það að reyna að fela mistök og ef þið horfið á hana með því hugarfari að “spotta” þessi mistök þá eiga þau ábyggilega eftir að vera ófá.

En ég mæli með því að þið annaðhvort kaupið hana, leigið hana eða horfið á hana næst á Bíórásinni því að þetta er meistaraverk.