Oldboy - Tær Snilld Jæja ég skellti mér í bíó í gær. Ég fór á myndina Oldboy. Mér leist ekkert á myndina sem hafði orðið fyrir valinu enn ég fór þó, samt aðallega til að vera með vinum mínum.
Ekki bara var það titillinn sem hræddi mig heldur líka það að myndin var á Japönsku. Ég átti von á einhverju rusli enn ég var þó opin, það á aldrei að fara á myndir með neikvæðu viðhorfi það gæti skemmt bestu myndir.


Myndin fjallar um manninn Oh-Dae-Suh sem var þekktur fyrir að vera hálfgerður gleðipinni og drykkfelldur. Eitt kvöld er honum rænt. Honum er stungið inní herbergi þar sem honum var gefið mat og haldið í rauninni lifandi í 15 ár. Síðan er honum loks hleypt út með ekkert nema fötin sín og dagbækurnar sem hann skrifaði í.

Þá byrjar hann að elta uppi fólkið sem lokaði hann inni. Hefndin var hafin…


Ég ætla ekki að segja meira um söguþráðinn enn þetta þar sem það er alveg gríðarlega flott plott sem ég vil ekki skemma. Enn myndinn er alveg frábær afþreying og það gerir ekkert til þó maður þurfi að lesa textann.

Ekki bara er þetta spennumynd heldur inniheldur hún líka smá komedíu. Oft á tíðum eru bardaga atriðin alveg út úr þessum heimi enn þau eru þó mun raunverulegri enn bardagaatriðinn í bandarísku spennumyndunum. Þó svo að maðurinn sé alveg afburðar bardagamaður þá er hann ekki ódrepandi eins og t.d. Tortímandinn.

Enn síðan inniheldur hún líka atriði sem maður afber varla að horfa á. Já sum atriðin eru alveg hræðilega gróf, þá er ég að tala um í sambandi við pyntingar ekki klám.

Eini gallinn við myndina að mínu mati var tónlistin. Oft á tíðum passar hún ekki við atriðin enn það er ekki það sem var gallinn við tónlistina heldur var gallinn sá að hún var of hátt stillt. Maður gat varla heyrt hvað persónurnar voru að tala um vegna hljóðanna, ekki það að maður skildi það enn þetta er augljóslega galli.

Allavega hér er á ferð alveg frábær mynd. Vel leikinn, vel tekinn og flottur söguþráður sem kemur öllum á óvart.

Myndinn fékk ****/*****(4/5) stjörnur. Að mínu mati á hún þær allar skilið. Ég hefði jafnvel gefið henni 5 ef það hefði ekki verið fyrir músíkina.

Enn já ég mæli með því að þið hypjið ykkur á þessa frábæru mynd! Að lesa textann gerir ekkert til!