Þessi snilldarmynd er ein af betri grínmyndum sem ég hef séð. John Candy var vanmetinn grínleikari sem ég dýrkaði á mínum yngri árum. Því miður lést þessi frábæri leikari fyrir nokkrum árum og ætla ég því að fjalla aðeins um þessa mynd honum til heiðurs.

Planes, Traines and Automobiles fjallar um Neil Page, sem Steve Martin leikur, og ferð hans heim um þakkargjörðarhátíðina. Hann er vinnusjúkur og stífur viðskiptamaður sem er aldrei heima. Hann er búinn að lofa yndislegu eiginkonu sinni að koma heim um hátíðarnar og hitta yndislegu krakkana sína í yndislega suburbian húsinu sínu með innkeyrslunni og alles. Það gengur allt vel þangað til að hann festist á flugvellinum. Þar hittir hann sturtuhringja sölumanninn Dell Griffith(Candy). Dell býðst til að hjálpa honum að komast heim til fjölskyldunnar. Neil gerir þau mistök að þiggja boðið og eftir það er ekki snúið við. Þeir ferðast saman yfir Bandaríkin í lestum, bílum og rútum til að koma Neil heim. Á leiðinni gerir Dell Neil brjálaðan með sóðaskap sínum og klaufabárða atgöngu sinni. Þessir tveir menn eru allgjörar andstæður, Neil er þessi up the ass stífur buisness kall en Dell er sóðalegur durgur sem kann voða fáa mannasiði. Þessi ferð þeirra er með því fyndnara sem ég hef orðið vitni að.
Þessi mynd kemur manni svo sannarlega í gott skap ef þú hlærð ekki að þessari mynd þá ert þú húmorslaus. Steve Martin er yndislega pirraður sem Neil og John Candy er frábær sem sturtuhringja sölumaðurinn. Leikstjóri myndarinnar er John Hughes sem hefur gert myndir eins og Ferris Bueller Day off,Home Alone,Uncle Buck en þetta er tvímælalaust besta myndin hans.
Ef þið hafið ekki séð þessa mynd þá skuluð þið gjöra svo vel og drulla ykkur á leiguna og kíkja á hana.
LENGI LIFI JOHN CANDY! húrra húrra húrra

-cactuz