Ocean's Twelve Handrit: George Nolfi
Leikstjórn: Steven Soderbergh
Framleiðandi: Steven Soderbergh
Útgáfufyrirtæki: Warner Bros

Ég skellti mér á Ocean’s Twelve í gær með fræna mínum og frænku (hvorug þeirra voru búin að sjá Ocean’s Eleven) í Sambíó í Álfabakka. Þegar ég komst í salinn var nærrum því allt troðfullt og við þurftum að sitja mjög framarlega :D

Aðalpersónurnar eru Danny Ocean (George Clooney), Rusty Ryan (Brad Pitt), Tess Ocean (Julia Roberts), Terry Benedict (Andy Garcia), Linus Caldwell (Matt Damon), Frank Catton (Bernie Mac), Virgil Malloy (Casey Affleck), Turk Malloy (Scott Caan), François Toulour (Vincent Cassel), Basher Tarr (Don Cheadle) og Reuben Tishkoff (Elliott Gould).

Myndin fjallar um liðið “Ocean’s Eleven” eftir að þeir voru búnir að ræna spilavíti í eigu Terry Benedikt. Benedikt finnur þá og rukkar þá um peningana aftur með vöxtum og gefur þeim tveggja vikna frest til að borga peninginn. Þeir koma allir aftur saman og hugsa að eina ráðið er að ræna aðra staði til að fá peninginn, og fara þeir því til Evrópu. Í Evrópu redda þeir sér “djobbi” en eru svo sviknir og hitta mann að nafni François Toulour sem á að vera einn fremsti þjófur þessa tíma. Hann skorar Ocean og liðið hans til að reyna að stela sama hlutnum og sá sem nær honum fyrst vinnur. Ef Toulour vinnur þarf Ocean að viðurkenna að hann sé besti þjófur í heiminum en ef Ocean vinnur þarf Toulour að borga alla skuld Ocean við Benedikt. Og svo að maður segi ekki frá öllu hætti ég frásögn að þeim orðum loknum.

Þessi mynd er jafnframt skemmtileg sem og alvarleg, og komu nokkrir sérstaklega góðir brandarar inná milli þar sem allur salurinn engdist um af hlátri. Myndin heldur manni hugsandi og getur samt komið manni á óvart. Persónulega finnst mér Ocean’s Twelve að mörgu leyti betri en fyrri myndin Ocean’s Eleven og hvet ég alla til að fara og kíkja á þessa stórskemmtilegu kvikmynd.

Fyrir góðan söguþráð, góða leikara, góða leikstjórn, skemmtilega brandara sem leyfir manni að hlægja verulega gef ég þessari mynd á heildina ***/****

Takk fyrir mig.
…djók