Snatch: “Stealin' stones and breakin' bones” (2000)

Snatch heitir myndin sem ég ætla að skrifa um í þetta skiptið, ég skrapp í Hagkaup í gær og var með u.þ.b. 1300 krónur á mér. Ég ákvað að kíkja á úrvalið af DVD myndum sem þeir höfðu(sem var nú ekkert það mikið í þetta skiptið), og sjá hvort ég myndi finna eitthvað sem væri ódýrt og þess virði að eiga. Ég sá helling af leiðinlegum myndum, eins og einhverjar eldgamlar og óþekktar á 699kr. Svo sá ég Snatch, á 999kr. Og hugsaði nú bara ‘heyrðu þetta er bara mynd sem maður verður að eiga’. Svo ég keypti hana, enda finnst mér breskur húmor ódauðlegur. Svo eru einnig margar góðar eftirminnilegar línur í henni. Þið hafið örugglega flest séð þessa mynd og er örugglega búið að skrifa nokkrar greinar um hana, en þar sem ég var að horfa á hana rétt í þessu ætla ég mér að skrifa smá um hana :-)

Nú með aðalhlutverkin fara Jason Statham(Turkish), Stephen Graham(Tommy), Brad Pitt(Mickey), Benicio Del Toro(Franky four fingers) og svo Vinnie Jones(Bullet Tooth Toney) og svo nokkrir fleiri. Mér finnst nú valið á leikörunum eiginlega bara fullkomið með tilliti til söguþráðs/handrits. Svo eins og flestir vita er þessi mynd skrifuð og stýrð af Guy Ritchie, sem gerði einnig Lock Stock And Two Smoking Barrels, en til gamans má geta að meðan verið var að gera Snatch var hún kölluð Lock, Stock… And Six Stolen Diamonds. Nú mér fannst Guy standa sig bara mjög vel við þessa mynd, bæði við handrit og leikstýringu, sem og Lock Stock, ef þið hafið ekki séð aðra þeirr eða hvoruga, þá mæli ég eindregið með ´þeim.

Nú svona til að segja aðeins frá myndinni(ENGIR SPOILERAR!), þá er þessi mynd í stuttu máli um tvo gaura sem lenda í því að þurfa að redda boxara fyrir Brick Top, sem er valdamikill glæpon, og er að fara að veðja í ólöglegum boxleik. Og meðan þetta á sér stað, á sér einnig stað stór demanta þjófnaður, sem misheppnast by the way og blandast þetta svo allt saman og verður að einni kássu.

Það sem mér finnst alveg einstaklega skemmtilegt við þessa mynd, eru samtölin, ræðurnar, þessar snilldar línur hjá characterunum sem koma inn á milli. Til að taka nokkur dæmi má nefna t.d:

————————————————-
Brick Top: “In the quiet words of virgin Mary.. come again!”

Turkish: "You take sugar?
Brick Top: ”No thanks… I’m sweet enough"

Turkish:(að segja frá í byrjuninni) “This is Tommy. He tells people he's named after a gun, but I know he's really named after a famous 19th century ballet dancer”.

Sol: “What the fuck is that?!”
Vinny: “Heheh. This, is a shotgun Sol.”
Sol: “It's a fucking anti-aircraft gun Vincent!”

(Tommy og Turkish að tala um að kaupa nýtt hjólhýsi)
Tommy: “What's wrong with this one?”
Turkish:(Þegar hann rífur hurðina af hjólhýsinu) “Oh, nothing, Tommy. It's tiptop. I'm just not sure about the colour”.
————————————————-

Þetta er nú aðeins smá af skemmtilegum quoteum sem var í myndinni, eflaust muna einhverjir eftir fleiri góðum. Nú ég ætla ekkert að hafa það lengra í bili, en eins og ég segi, mæli ég eindregið með myndinni. Snilldar húmor, snilldar leikur og snilldar söguþráður. Ég lá í hláturskasti fyrst þegar ég sá þessa mynd. En já, komið nóg í bili.

Takk fyrir,
Steinþór.

Tengdir linkar:
http://www.snatch-themovie.com