Deliverance Nú er aðfangadagur liðinn hjá og eflaust margir byrjaðir að nota gjafirnar sínar. Sjálfur byrjaði ég á aðfangadagskvöld þegar ég setti eina af myndunum sem ég fékk í tækið, myndin er Deliverance.

Myndin fjallar um fjóra menn sem fara í Rafting niður á sem á að stífla. Óvæntur atburður breytir ferðinni úr skemmtiferð í barráttu uppá líf og dauða. Félagarnir fjórir þurfa að taka afdrifaríkar ákvarðanir sem eru fyrir þeim mjög óvenjulegar.

Ég hafði beðið lengi eftir að horfa á þessa mynd og hún olli mér engum vonbrigðum. Áhorfandinn kynnist persónunum lítið og veit nánast ekkert um þær. Svo þegar þegar líður á myndina þegar reynir á sér maður úr hverju þær eru gerðar og persónuleiki þeirra kemur í ljós. Það sem mér þótti skemmtilegast við myndina var að sjá hversu mismunandi viðbrögð fólks verða þegar reynir á. Þetta er hörkuspennandi mynd sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Mér fannst leikstjóranum John Boorman takast í heildina mjög vel upp og skila þessu verkefni frá sér með stakri snilld. Þó fannst mér myndin verða hálf skrýtin í lokin, en ekkert síðri fyrir vikið.

Mér þótti allir leikarar standa sig mjög vel. Helst ber að nefna Jon Voight og Burt Reynolds sem mér þótti ótrúlega skemmtilegur karakter í myndinni. Eins og ég sagði þá finnst mér allir leikarar skila frá sér góðum leik Ekkert yfir því að kvarta.

Tónlistin í myndinni er ótrúlega flott. Öll tónlistin er spiluð á kassagítar og verð ég að segja að mér fannst það koma vel út. Tónlistin passaði vel við myndina og var mjög flott. Einnig má nefna að það er “Gítardúel” í myndinni sem er mjög skemmtilegt atriði.

Samtölin í myndinni þóttu mér skemmtileg og einnig þótti mér gaman að sjá hvernig handritshöfundur myndarinnar nær að sýna persónuleika persónanna. Eitt þótti mér ekki nógu gott við handritið, mér fannst myndin verða örlítið skrýtin í lokin og einhvern vegin vera gloppur þar en á heildina litið var þetta mjög gott handrit að mínu mati.

Myndatakan var góð. Ekkert mjög áberandi en flottar tökur inn á milli. Ekkert yfir henni að kvarta á neinn hátt.

Á heildina fannst mér myndin mjög góð og stóðst allar mínar væntingar. Eins og ég sagði fyrr í greininni fannst mér myndin svolítið vera um hvernig mismunandi persónur taka á sama máli og fær mann mikið til að hugsa um þetta. Hörkuspennandi mynd sem hitti beint í mark hjá mér. ***1/2 / ****.

Þið verðið að afsaka allar stafsetningar og málfræðivillur ef einhverjar eru því ég nenni alls ekki að fara yfir greinina.