Ég hef gaman af því að horfa á kvikmyndir og ég hef tekið eftir hlutum í þeim myndum sem ég hef horft á. Þeir hlutir eru til dæmis að allar myndir hvort sem þær eru spennu, grín, slagsmála og jafnvel dramamyndir þá hafa þær allar sameiginlegt að það er alltaf vondur gaur, góður gaur, myndarleg stelpa og fyndinn gaur. Ef það eru fáar persónur í myndinni þá er Vondi gaurinn kannski fydni gaurinn og eitthvað svo leiðis. Er einhver sem getur nefnt mér mynd sem þessi uppsetning á karakterum er ekki í?!? Ég hef verið að hugsa um þetta og ég man ekki eftir neinni mynd sem af sannar þetta.