The Shawshank Redemtion Þar sem kvikmyndaáhugamálið virðist smám saman vera að vakna til lífsins hef ég ákveðið að skrifa um eina af mínum uppáhalds myndum, Shawshank Redemtion.

The Shawshank Redemtion kom út árið 1994 sem er af mörgum talið eitt besta kvikmynda ár sögunnar, en auk Shawshank komu út myndir eins og Pulp Fiction og Forrest Gump. Myndin var tilnefnd til 7 óskarsverðlauna þar á meðal sem besta myndin og besti leikur í aðalhlutverki (Morgan Freeman).

Leikstjóri myndarinnar er Frank Darabont (Green Mile) en hann skrifar einnig handritið. Handritið byggir hann á bók eftir Stephen King. Mér finnst hann leikstýra myndinni mjög vel, handritið er einnig mjög vel unnið. Þetta er ekkert rosalega spennandi mynd en þó leiðist manni aldrei þar sem skemmtileg samtölin og atburðarásin halda manni áhugasömum allan tímann.

Leikurinn í myndinni er hreint út sagt frábær, engin leikari í henni stígur feilspor. Morgan Freeman (Seven) og Tim Robbins (Nothing to Lose) standa sig alveg frábærlega og var sá fyrrnefndi eins og áður sagði tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína. Allir leikarar myndarinnar skila frá sér mjög góðum leik og er ekki neinu að kvarta í sambandi við það.

Tónlistin var samin af Thomas Newman (American Beauty) sem skilaði frábæru verki. Tónlistin er frábær í myndinni. Tónlistin er sem og aðrir hlutir sem tengjast myndinni alveg einstaklega vel unnir og yndislegt að njóta. Hún smell passar við myndina og gefur henni extra kraft.

The Shawshank Redemtion fjallar um það að ungur bankastjóri er dæmdur fyrir morðin á konunni sinni og viðhaldi hennar, sem hann framdi ekki. Hann er sendur í fangelsið Shawshank og hittir hann þar Ellis Boyd “Red” Redding (Morgan Freeman) og verða þeir hinir mestu mátar. Það er mikil spilling í fangelsinu og fangaverðirnir sýna föngunum enga virðingu og berja þá til óbóta. Í grófum dráttum þá fjallar myndin um lífið í Shawshank fangelsinu.

The Shawshank Redemtion er ein besta mynd sem ég hef séð og mæli ég með henni fyrir alla. Hún er í alla staði vel unnin. Myndatakan, handritið, tónlistin, leikstjórnin og leikurinn er allt til fyrirmyndar. Eins og fyrr kom fram er þetta ein af mínum uppáhaldsmyndum og gef ég henni ****/****.