the Nightmare before Christmas Nú eru ekki nema örfáir dagar til jóla og þess vegna kominn tími til að allir teygi sig í jólaskrautið og byrji að skreyta af lífi og sál. Og ef að jólaskapið hefur eitthvað látið á sér standa (eða er komið og löngu farið aftur vegna snemmskreytinga Kringlunnar og annarra markaðsafla) er tilvalið að endurvekja það með því að blása rykinu of meistaraverkinu eftir Tim Burton, The Nightmare before Christmas.

Ég ákvað að lokka aðeins þá sem ekki hafa séð þessa mynd til að skella sér á næstu leigu og leigja myndina. Nú og fyrir þá sem að eru kannski núþegar eldheitir aðdáendur, íklæddir Lock, Shock and Barrolbol, með Deadly nightshade í annarri og jólakúlu í hinni, getur þessi grein kannski bætt örlitlu við fróðleik ykkar og þið gætuð jafnvel haft örlítið gaman að henni. Njótið:


Öll ættuð þið nú að hafa heyrt minnst á Tim Burton. Hann var allaveganna snillingurinn sem leikstýrði myndum á borð við Edward Scissorhands, Batman, Sleapy Hollow og Big Fish.

Burton á sér hinn einstaka stíl. Hann var sjálfur alinn upp í svona snobbhverfi og fannst hann utanvelta og öðruvísi. Stíl hans má sjá í nokkrum einkennum sem einkenna nær hverja mynd hans, en þau ætla ég mér að forðast að útskýra hér og nú. Þau eru efni á aðra grein. Allaveganna sjá allir sem eitthvað þekkja til Burtonstílinn í the Nightmare before Christmas (hér eftir skammstafað NBC).

Nú Tim Burton fékk hugmyndina af NBC og orti ljóð, innblásið af uppáhaldsbarnabókahöfundinum sínum; Dr. Seuss. Ljóðið fjallaði um Jack Skellington, beinagrind og aðalhrekkjavökugaurinn í Halloweentown og hvernig honum leiddist alltaf sama rútínan ár hvert. Hann fór því í sorgarhugleiðingum sínum í göngutúr sem endaði með því að hann villtist inn í Christmas Town og kynntist jólunum. Jólinn heilla hann gjörsamlega! Jack vildi breyta til og fór því og rændi jólasveininum og gerði sjálfann sig að jólasveini. En ekkert fer eins og ætlað er og áform hans verða að algjörri martröð. Martröð á jólanótt!

Burton fór svo að krota myndir og var fljótlega kominn með þá mynd á Jack sem við þekkjum. Burton fannst mjög spennandi að gera myndina úr nokkurskonar brúðum með svokallaðri stop-motion aðferð, en þar eru brúðurnar færðar agnarögn milli myndatöku þannig að útkoman verður hreyfimynd: 24 sinnum og þá ertu kominn með eina sekúndu af venjulegri hreyfimynd! En Burton fannst hann ekki alveg hæfur til að beint leikstýra myndinni, svo að eftir að hafa fengið Disney til að framleiða myndina, lét hann vini sínum, Henry Selick sem er animator (mig vantar íslenska þýðingu. Hún er vel þegin), leikstjórnartitilinn í té.

En svona stop-motion (enn og aftur er íslensk þýðing vel þegin) myndir eru sýst einfaldar í smíðum og því þarf allt að vera planað óhemju vel fyrirfram. Það þýðir því ekkert að vera með aðeins ljóð í höndunum og byrja bara. Þá fékk hann til liðs við sig Caroline Thompson sem tók ljóðið með sér og lokaði sig af upp í sveit í nokkra daga, kom svo til baka og þá var handritið nær fullunnið og í nálægt sömu mynd og við sjáum núna þegar við stingum spólunni í maskínuna. Án hennar væri engin Sally, enginn Dr. Finkelstein og enginn Oogie Boogie.
Við handritinu tók hæfileikaríkur hópur “story board”teiknara (enn á ný bregst íslenskan mér), myndlistamanna, leikmyndahönnuða, vírgrindagerðarmanna, brúðugerðarmanna, hreyfifræðinga, myndatökumanna og tæknibrellumanna. Svona vinnukraftar eru eins og gefur að skilja fremur vanfundnir, þar eð þessi iðnaður er síst stór og aldrei hafði verið gerð jafn löng og flókin mynd af þessu tagi og áður. En Skellington products (en svo nefndist framleiðslufyrirtæki myndarinnar) tókst að lokka þá allra færustu á þessu sviði til liðs við sig.
En það væri fásinna að tala um þetta meistarastykki án þess að nefna tónlistina. Myndin er sett upp sem söngleikur, en ólíkt við aðra söngleiki þar sem tónlistaratriðinum er skeytt inn í myndina aðeins til að skreyta hana en ekki til að bæta við söguþráðinn, þá væri NBS illskyljanleg ef að lögin væru með öllu klippt út úr henni. Enn á ný fékk Tim til liðs við sig þann allra besta í faginu og var það því snillingurinn Danny Elfman sem samdi alla tónlist og lagatexta í verkinu. Danny hafði áður unnið með Burton í fullt af myndum, svo sem Sleepy Hollow, Big Fish, Beatle Juice og Edward Scissorhads, auk þess að hafa samið mörg fræg stef (Simpsons þímið) og vera í hljómsveitinni Oingo Boingo. Upphaflega átti Danny ekki að gera textana líka en var svo ákafur að hann bara slysaðist óvart til að gera það. Á endanum kom það svo til að Danny söng fyrir Jack (en talaði ekki fyrir hann annarsstaðar í myndinni).

Myndin var svo talsett (eða í raun var hún talsett áður en hún var tekin upp eins og raunin er með stop-motion myndir. Textinn er tekinn upp og svo notaði Dan Mason, hljóðupptökumaður NBC, heimasmíðað tölvuforrit til að reikna út hvaða höfuð átti að nota fyrir hvaða atkvæði. Voða flókið og spennandi allt saman…. jæja, on with the butter…) og töluðu Chris Sarandon (hinn talandi Jack), Catherine O'Hara (Sally og Shock), William Hickey (Dr. Finklestein), Glenn Shadix (bæjarstjórinn) og fleiri fyrir karaktera myndarinnar.

Jæja, en svona aðeins til að gefa ykkur hugmynd um hversu mikið þrekvirki þessi mynd er, hvort sem er á sínu sviði eða bara sem kvikmynd yfirleitt, er vert að benda á að bara senan þar sem Jack opnar hurðina að Jólabæ og sér spegilmyndina af sjálfum sér í hurðarhúninum í hálfa sekúndu tók tvær vikur í kvikmyndun. Það þurfti meira að segja að byggja nýja sérhannaða leikmynd bara farir þetta eina skot.

Já, þessi mynd er svo sannarlega stykki sem vert er að sjá, ekki síst núna um jólin.

Einnig er vert að benda á að Leikfélags Menntaskólans við Hamrahlíð er einmitt að setja upp NBC undir titlinum Martröð á Jólanótt og verður leiksýningin frumsýnd þann 30. desember í Loftkastalanum.
Ureka! This time Christmas will be ours!