The Da Vinci Code - Leikaraval Jæja, nú hefur verið ákveðið að gera mynd eftir þessari bók sem sló rækilega í gegn. Ron Howard (A Beautiful Mind) mun leikstýra myndinni og Akiva Goldsman (A Beautiful Mind) skrifar handritið.
Mikið hefur verið rætt um leikaraval á kvikmyndasíðunni og ljóst er að menn hafa mjög misjafnar skoðanir á málinu. Ég ætla hér að fara í gegnum hverjir eru nefndir til sögunnar og hverja ég myndi helst vilja hafa.

Robert Langdon: Eins og ég sagði áðan þá er þetta aðal persóna sögunnar og er auðvitað mest rætt um þetta val. Þeir sem börðust um hlutverkið voru Russel Crowe (A Beautiful Mind) og Tom Hanks (Forrest Gump).
Nú er hinsvegar búið að ráða Tom Hanks í hlutverkið.

Mér persónulega finnst Tom Hanks ekki vera hið fullkomna val, en hann er einn af betri leikurum í dag og passar..ja allt í lagi í hlutverkið. Ég held að hann eigi eftir að standa sig með sóma, ja vona það allavega.

Sophie Neveu: Nefndar hafa verið til sögunnar Sophie Marceau (Braveheart), Rachel Weisz (The Mummy) og Julie Delpy (Before Sunrise).

Mér finnst Sophie Marceau passa fullkomlega í þetta hlutverk, talar fullkomlega frönsku og ensku (eins og í bókinni), er falleg og góð leikona. Rachel Weisz finnst mér bara alls ekkert góð leikkona og ekki passa í hlutverkið.
Julie Delpy hef ég ekki séð leika svo að ég get ekki dæmt um það.

Bezu Fache: Jean Reno (Leon) og Tchecky Karyo (The Patriot) eru einu nöfnin sem ég hef heyrt bendluð við þetta hlutverk.

Mér finnst þeir nú báðir passa ágætlega í þetta hlutverk. Bezu Fache er lýst í bókinni sem stórum og sterkum náunga sem tali ensku með frönskum hreim.
Eins og ég sagði finnst mér þessir tveir passa vel í hlutverkið, en ég vona þó eiginlega að Reno fái það því að hann er í pínu uppáhaldi hjá mér.

Sir Leigh Teabing: Þarna hef ég séð nöfn eins og Anthony Hopkins (Silence of the Lambs) og Sean Connery (James Bond, The Rock).

Mér finnst Anthony Hopkins nú ekki passa alveg nógu vel í hlutverkið. Sean Connery finnst mér passa betur. Skemmtilegur, breskur, fróðleikssafnari(er þetta orð? :P) um gralinn, frá Oxford. Sean Connery er auðvitað mjög góður leikari og getur án efa leyst þetta hlutverk vel, þó tel ég hann ekki passa nógu vel sem Teabing.

Enn er bara búið að ráða einn leikara svo að margt getur gerst. Ég kaus að sleppa því að taka fyrir Silas og biskaupinn því að ég er ekki alveg viss á því vali. Þetta er mitt álit og þess ber að geta að ég hef engar traustar heimildir, heldur aðeins sögusagnir sem ég hef rekist á, á veraldarvefnum á síðum eins og .