Þeir sem eru búnir að sjá hvoruga mynd eða aðra, hættið að lesa núna! *SPOILER*

Byrjum á því að skoða nokkur atriði sem plottin í bæði The Matrix og Dark City eiga sameiginlegt:

* Í báðum tilvikum er aðalpersónan útvalinn einstaklingur sem í báðum myndum er tengdur við Krist, frelsara mannkyns.

* Í báðum myndum er mannkynið óafvitandi undir stjórn æðri afla og lifir í “simulation” sem þessi æðri öfl hafa búið til fyrir þau.

* Í báðum tilvikum getur sá útvaldi óhlýðnast reglum þessa tilbúna heims og hafa yfirnáttúrulega hæfileika.

* Í báðum tilvikum eru öflin háð mannkyninu; “Strangers” lifa í líkömum dauðra manna en vélarnar nota varmaorku manna sem orkugjafa.

* Í Dark City stoppar John Murdoch undir lokin fljúgandi hníf rétt fyrir framan andlit sitt. Í The Matrix stoppar Neo byssukúlurnar eins og frægt er.

* Myndirnar eru mjög svipaðar útlitslega séð (lýsing, kvikmyndataka o.fl.) og meira að segja voru margar leikmyndir úr Dark City endurnotaðar í The Matrix og þar með kóperaðist eiginlega þessi sérstaka stemning sem gerði Dark City svo góða. Má nefna að þaktopparnir sem Trinity hleypur á í byrjun The Matrix eru þeir nákvæmlega sömu og John Murdoch hleypur á í byrjun The Matrix.
(myndrænan samanburð má finna á þessari síðu:)

http://galeon.hispavista.com/cinerama/actu2/matrixdarkcity.htm

* Í Dark City prentar “Mr. Hand” minningar Murdochs yfir á sig, í Matrix Revolutions reynir Smith að prenta sjálfan sig yfir á Neo.

* Leikarinn sem leikur Mr. Wall í Dark City leikur The Trainman í Matrix: Revolutions

* Lokabardaginn í Dark City er um margt mjög líkur lokabardaganum í Matrix Revolutions; ofurbardagi í loftinu.

Þótt þetta sé mjög líkt með myndunum eru ef til vill til einfaldar skýringar á þessu. Báðar myndirnar voru teknar í Sydney af fjárhagsástæðum og hafa framleiðendur Matrix kannski ákveðið að nota sumar leikmyndirnar úr Dark City til að spara pening, frekar en að það hafi verið einhver meðvitaður stuldur. Þegar allt kemur til alls eru þetta tvær frábærar myndir sem standa hvor um sig fyllilega fyrir sínu. Persónulega held ég að þetta sé heldur uppblásið en endilega segið hvað ykkur finnst….