Aulahúmor Í þessum blessaða hollywood bransa koma og fara svona “tískubylgjur” í kvikmyndagerð. Hver man ekki eftir 10 loftsteinamyndum þar sem ameríkanar redda málunum og 100 geimverumyndum þar sem kaninn er enn á ferð. Svo koma eldfjallamyndir og stríðsmyndir…. en svo koma myndir inn á milli sem skera sig úr eins og snilldarmyndin um Vasili Zaitsev, Enemy at the Gates.

En það sem mér finnst vanta við kvikmyndaheiminn núna eru æðislegu aulamyndirnar. Að mínu mati er Top Secret! með Val Kilmer besta mynd í evrópu! Það vantar endilega fleiri svona myndir til að komast í góðann gír með hressu fólki á flöskudegi.

Semsagt: Top Secret! *****!

(munið: Fellowship of the Rings 21. des)!!

Kveðja,
Poseidon