Ég var að segja að ég er hneykslaður!

Ég var að enda við að koma af á sýningu á “Sky Captain And The World Of Tomorrow” í Laugarásbíó (föstudagurinn 30. okt. kl. 10), og er vægast sagt hissa!

Ég sá myndina á Nexus forsýningu síðasta miðvikudagskvöld (líka í Laugarásbíó), en þar var hún sýnd textalaus.

Það vildi svo til að bróðir minn kom í bæinn í dag og langaði að sjá myndina, þannig að ég fór bara aftur á hana, en hún var einmitt frumsýnd í dag.

Þessi útgáfa var með íslenskum texta og ca. 20-30 mín. styttri ! Það vantar alveg stóran kafla í myndina þar sem mikið gerist, og ég er ekki hissa ef fólk var smá ringlað og ekki að átta sig á hvað væri að gerast (veit að bróðir minn var það).
Það vantar allan kaflan sem Angelina Jolie lék í og meira! (meira um það neðar).

Ég fór fram og talaði við þær sem voru í sjoppunni og þær hringdu í sýningarstjórann (og það tvisvar) en hann sagði bara “Við fengum myndina svona að utan”, þrátt fyrir að ég sá sömu mynd 2 dögum áður í SAMA BÍÓ, nema ekki með íslenskum texta.

Mér finnst líklegast að þetta séu mistök hjá þeim sem textasettu myndina, en samt alveg óafsakanlegt. Ég var við að biðja um endurgreiðslu, en fólk var ekki að taka mig trúanlega :( sheesh!


ATH! Ef þú hefur ekki séð myndina ekki lesa þá meira, smá “spoilers” hér:







Kaflinn sem vantar er þessi.
Sky Captain, Polly og leiðsögumaðurinn vakna nakin í rúmi í einhverju munkaklaustri í Nepal, og eftir smá tal segir einn munkur að hann muni hjálpa þeim. Eftir það er skipt yfir í næstu senu sem er svona 30 mín síðar í myndinni.
Í kaflanum sem vantar fara þau og tala við fyrrverandi námumann sem gefur þeim leiðbeiningar hvar er hægt að finna Totenkopf. Þau leggja þangað af stað á flugvélinni en verða eldsneytislaus áður en þau ná. Þá kallar Sky Captain í gamlan kunningja sem kemur á einskonar fljúgandi flugmóðurskipi sem þau lenda svo á. Þessu skipi er stýrt af Angelinu Jolie. Þegar þau nálgast eyjuna fara þau ofan í sjóinn og smá bardagi þar. Svo fer Sky Captin inní neðansjávar helli og kemur upp í einhverju feni á eyjunni.. en það er senan sem var klippt beint í frá “hjálpsama munkinum”.. sem sagt.. munkur-> flugvél kemur uppúr feni.. Hvar er eiginlega tengingin?? :)

Ég veit ekki hvað fólk hefur haldið eiginlega, hvort þessi munkur hafi bara komið þeim á þennan stað, en engar útskýringar hvar þau eru eða neitt…

USS!! Að bíóin geti látið svona frá sér á einmitt erfiðum tímum þegar þau eru að berjast við kvikmynda downloadið.. :P


Kveðja,

Einn hneykslaður.