Menn verða að passa sig á vafasömum upplýsingum sem bíóhúsin gefa í auglýsingum í myndum sínum um aðstandendur. Óskar Jónasson, bíógagnrýnandi “Ísland í bítið”-þáttarins féll í þá gryfju í morgun að segja að Christopher McQuarrie hafi GERT The Usual Suspects. Það er ekki rétt. Hann samdi handritið að þeirri mynd en Bryan Singer leikstýrði og jaðrar það við helgispjöll að klikka á þessu, þó handrit McQuarries sé óaðfinnanleg klassík og lykilþáttur myndarinnar þá á Singer stóran hlut. Óskar var að gagnrýna The Way of the gun sem McQuarrie LEIKSTÝRIR og skrifar handritið, en snilldarhandritshöfundar eru í æ meiri mæli að reyna fyrir sér í leikstjórn með misjöfnum árangri. McQuarrie er betri penni en stjóri. Óskar er farinn að vera æ kærulausari varðandi rýnisvinnu sína. Hann t.a.m. ruglaðist rétt áður en Traffic kom í bíó á Philip Seymour Hoffman og Benicio Del Toro (?). Vissulega báðir snilldarleikarar en eru til ólíkari menn útlitslega? SHAPE UP, Óskar. Maður gerir þá kröfu til gagnrýnanda að þeir viti þessa hluti LÍKA ekki bara hvernig beisik kvikmyndaframleiðsla gengur fyrir sig.