The way of the gun með Benicio Del Toro og Ryan Philippe í aðalhlutverkum er mesta snilld sem ég hef séð í bíó síðan Traffic og það var í febrúar!
Myndin fjallar í stuttu máli um tvo krimma sem heyra um ólétta konu sem er að ganga með barn fyrir milljónamæringahjón og fær milljón dali fyrir það. Þeir ákveða að ræna henni og upp koma fullt af fléttum. Myndin er eftir sama handritshöfund og The usual suspects þannig að þeir sem fíluðu hana munu sko fíla þessa mynd því hún er ekkert síðri. Tónlistin er geðveik og svo er svo mikið af byssuskotum sem hljóma svo flott að þau eru eins og tónlist. Leikurinn er líka frábær í alla staði og þá sérstaklega óletta konan (Juliette Lewis).
Allavega…. frábær mynd, ég mæli með að allir sjái hana.