The big Lebowski er gerð af bræðrunum Ethan og Joel Coen.Hún fjallar um The dude sem að eitt kvöld kemur heim til sín og bíða þar tveir gaurar eftir honum,takann og dýfa honum ofan í klósettið og pissa á uppáhaldsmottuna hans,þá sem lét herbergið hanga saman.Gaurarnir komast svo að því að þeir eru að fara mannavillt og fara út og þarna stendur hann eftir með útpissaða mottu og blautt hár.Fer hann svo til mannsins sem að gaurarnir ætluðu til og biður um að fá mottuna bætta.Maðurinn þvertekur fyrir það og sendir hann út en aðstoðarmaður hans lætur hann hafa mottu í bætur.
Eftir þetta hefur aðstoðarmaðurinn samband og segir að Mr.Lebowski þurfi að tala við hann.Þarna byrjar myndin fyrir alvöru og ætla ég ekki að segja meira um hana ,þið sem ekki hafið séð hana leigið hana núna.

Aðalleikarar.
Jeff Bridges,John Goodman,Julianne Moore,Steve Buscemi,John Turturro.
Handrit.
Ethan og Joel Coen.
Leikstjóri.
Joel Coen
It's time to change