Án efa ein frumlegasta mynd sem ég mun sjá í langann tíma.
Stutt lýsing á myndinni segði frá manni sem þjáist af skammtímaminnisleysi og skrifar sjálfum sér minnismiða í leit sinni að morðingja eiginkonu hans.
Þetta segir þó varla hálfa söguna. Þar sem maðurinn man ekki meira en tíu mínútur aftur í tímann frá “slysinu”, verður einhvernveginn að koma því til áhorfenda hvernig honum líður við þetta. Því er myndinni skipt niður í sirka tíu mínútna búta og þeir sýndir í öfugri röð.(S.s. seinasti fyrst osfrv) Eins og það sé ekki nóg, þá kemur inn á milli bútanna blábyrjunin á myndinni og svo mætast þessar tveir frásagnaraðferðir í endanum, sem er einhverstaðar fyrir miðju plotti. Ég veit að þetta hljómar mjög ruglingslega, en það er af því að myndin er mjög ruglingsleg. “Endirinn” tekur þó alla lausa enda og hnýtir þá vel saman í eina óleysanlega flækju
Það tók mig tíu mínútur eftir myndina, bara að fatta hvað basic plottið var í smáatriðum.

Mæli hiklaust með henni fyrir alla sem hafa gaman af svolítið öðruvísi myndum.
kv.