Ég og vinkona mín skelltum okkur á íslensku kvikmyndina Dís um daginn :)
Ég var búin að ákveða fyrir löngu að fara á hana en hafði aldrei tíma…svo að ég var mjög spennt að sjá hana :)
þegar að myndin byrjaði hélt ég að þetta væri einhver auglýsing…en svo fattaði ég að myndin væri byrjuð…fannst þetta svolítið skrítin mynd svona :S
strax í byrjun fór íslenski hreimurinn í enskunni í taugarnar á mér :/ það eyðilagði eiginlega mest allan hlutann af myndinni :/ annars er þetta ágætis mynd finnst mér og það komu nokkur fyndin atriði sem maður hló alveg að :)
…ein einhvernveginn finnst mér leikararnir ekki lifa sig inní myndina/leikinn…þetta eru allt góðir leikarar en mér fannst eitthvað vanta hjá þeim öllum :/ nema kannski gamla kallinum :)
Vil ekki vera að segja neitt frá myndinni ef ég skyldi óvart kjafta af mér :/
En eins og ég sagði…þá var þetta ekki nógu gott :/ Ég hefði viljað sjá meiri tilfinningu hjá leikurunum…ef þið skiljið hvað ég á við…:/
En mig langar að vita hvað ykkur finnst um myndina…kannski er ég bara of harkalegur dómari :/
En endilega tjáið ykkur :)