Á að setja Jason Biggs á bekkinn? Evil Woman er ný unglingamynd sem væntanleg er til landsins 27. september. Henni leikstýrir Dennis Dugan (Big Daddy, Happy Gilmore). Aðalhlutverkin eru leikin af þeim Jason Biggs, Steve Zahn (flottur í Out of sight), Jack Black (alltaf flottur) og Amanda Peet. Söguþráður: Þrír menn voru bestu vinir þangað til Darren (Biggs) kynnist Judith, sem er víst alger hrokagikkur og gleðispillir. Vinir Darrens gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að losa Darren við Judith. Í fyrstu reyna þeir að koma honum aftur saman við gömlu kærustuna sína (sem þeir þurfa að gera fljótt af því að hún hefur ákveðið að gerast nunna). Þegar ekkert virkar ræna þeir henni. Og þá gerast ýmsir skemmtilegir hlutir.
Þessar týpur af myndum eru orðnar rosalega þreyttar að mínu mati. Dæmmigerð mynd um konu sem gerir usla í lífi þriggja manna (There is something about Mary, Martha meet…, og núna síðast One night at McCool´s). Það er líka að koma alltof mikið af myndum með Jason Biggs. Það eru takmörk fyrir því hvað maður nennir að sjá þennan goofy dreng oft. Svo að hvað segið þið? Á að setja Jason Biggs, háskólamyndir og myndir um konur sem eyðileggja líf karlmanna á bekkinn um stund?