óháða mynd dagsins [1]: center of the world > center of the world <

söguþráður > sagan gerist í silicon valley í kaliforníu… þar sem tölvusnillingur frá san francisco, sem er búinn að græða milljónir og milljónir í hinum stafræna heimi, hittir gullfallega nektardansmær á herraklúbb. þau dragast þegar í stað að hvort öðru, og brenna til las vegas, þar sem þau eyða næstu þrem dögum í að kanna kyngetu sína til hlítar…

tegund > drama

aðalhlutverk > shane edelman, balthazar getty, carla gugino (lék stelpuna í snake eyes og gelluna í son in law í gamla daga), shirley knight, molly parker og peter sarsgaard.

leikstjóri > wayne wang. hann hefur áður gert meðal annars anywhere but here, chinese box, smoke og the joy luck club.

myndin var heimsfrumsýnd í síðustu viku í kvikmyndahátíð san francisco. myndin var búin að vinna sér inn umtal og ágreining jafnvel áður en sýningarvélarnar fóru að rúlla… auglýsingar og kynningar þóttu kynferðislega ögrandi og fáein dagblöð neituðu að birta tvíræðar auglýsingar… en hins vegar ber ekki öllum saman um hvort hún á allt “hype-ið” skilið.

mitt álit > þar sem ég hef ekki séð þessa mynd ætla ég ekki að segja neitt um hana, því það er víst að oft er betra að sjá myndina áður en maður gagnrýnir hana… ekki veit ég heldur hvenær við getum átt von á henni til íslands, en við skulum leggja trú okkar á filmundrið til að færa okkur hana á undan öðrum evrópubúum… jah, jafnvel á silfurfati!
ég er bara ég. þú ert bara þú. hver er orginal?