Spartacus

þegar myndin kom út árið 1960, þá var Spartacus sögð vera fyrsta gáfulega stórmyndin síðan á tímum þöglu myndanna. - jafnframt var þetta fyrsta svona biblíutímamynd sem að kemur bæði frá sér boðskap og tæknibrellum. Jafnvel endirinn var óhefðbundinn og ögrandi, þar sem að hinni krossfestu hetju var neitaður hefðbundinn Hollywood sigur, og þarf í stað þess að huggast við þá von að hugsjónir hans og hugmyndir lifi áfram.

þegar maður horfir á hana 4 áratugum eftir að hún var gerð, þá upplifir maður ennþá styrk þessarar ótrúlegu myndar, og boðskapur hennar kemst vel á framfæri. Og það sem að er kannski það djarfasta við þessa mynd, jafnvel á mælikvarða samtímans, er að hún endar ekki með hefðbundnum hætti, og áhorfandinn sem að hefur horft á myndina í 187 mínútur fær ekki þennan týpíska, þægilega, hugsunarlausa endir.

Myndin fjallar semsagt um rómverska þrælinn Spartacus, sem að þrælkar fyrir rómverska keisaradæmið, á meðan hann lætur sig dreyma um enda þrælahalds.
Hann er dæmdur til dauða fyrir að hafa bitið rómverskan hermann, en er þyrmt af Batiatus, sem að starfar við að þjálfa skylmingarþræla. Spartacus dvelst í skóla Batiatusar, og fær heimssókn frá tveimur voldugum Rómverjum og konum þeirra. Konur Rómverjanna heimta að fá að sjá tvo skylmingarþræla berjast til dauða. Og þær velja Spartacus og svartan vin hans til þess að berjast. Vinur hans sigrar bardagann en ákveður að þyrma lífi Spartacusar og reynir í staðinn að ráðast á rómverjana, en það tekst ekki betur en að skylmingarþrællinn er drepinn.

Sú tilhugsun að þurfa að berjast til dauða til þess eins að skemmta nokkrum dekruðum konum, reytir Spartacus til reiði. Og hann ákveður að setja á stað þrælabyltingu sem að á endanum dreifist yfir hálfa Ítalíu. Spartacus leiðir menn sína gegn illa þjálfuðum og illa stjórnuðum Rómverskum hersveitum, og svo virðist sem að hann sé á barmi sigurs, rétt áður en hann er innikróaður af tveimur herjum og vegna stærðar óvinarins tapar hann.

Þessir atburðir eiga sér stað þegar rómversk gildi og siðferði er að hnigna, og áhorfandinn kynnist leynimakki og spillingu innan Rómverska þingsins, þegar Crassus reynir að gerast einvaldur á kostnað hins viðkvæma og óákveðna Graccusar.
það eru einnig kynferðislegir undirtónar í myndinni, Gracchus er mjög kvensamur og Crassus er tvíkynhneigður og laðast að þrælnum sínum, en hann er einnig staðráðinn í því að vinna ástir ambáttarinnar Variniu, sem að er kona Spartacusar.

Myndin fær innblástur úr samnefndri metsölubók Howard Fast, en handritið er skrifað af hinum pólítíska rithöfundi Dalton Trumbo sem að á þeim tíma var á svörtum lista bandarískra yfirvalda fyrir skoðanir sínar á stjórnmálum. Kirk Douglas sem að framleiddi myndina, ákvað að taka hann útaf þessum svarta lista með því að setja nafn Trumbo í creditið, í stað þess að láta hann fela sig bakvið gervinafn. Ekki er hægt að segja að Leikstjórn hins 31 árs gamla Stanley Kubrick, hafi gefið myndinni hina sérstöku stemningu sem að er í öðrum myndum sem að hann hefur leikstýrt. En hún er vel leikstýrð.

Allar sögulegar myndir deila þeirri áhættu að búningar og sviðsmyndir muni eldast illa, og Spartacus er eiginlega ekkert frábrugðin að því leyti, það stingur svolítið í augun í Spartacus hvað hárgreiðslurnar og farðinn á kvenpersónunum virðast vera svo líkari 7 áratugs klippingum en rómverskum. Seinni sögulegar myndir lögðu meiri áherslu á sögulega nákvæmni, og þá litu persónurnar eðlilega út.

Það sem að er kannski það athyglisverðasta við Spartacus, eru hinar leyndu pólítísku merkingar. Myndin er um byltingu, og endurspeglar augljóslega siðferðislega hnignun yfirstéttanna, og hin þroskaða siðferðislega efnivið þrælanna. En í endann, þá deyr Spartacus eins og Jesús á krossinum. Og í lokaatriðinu þá stendur konan hans hjá honum og heldur upp barni þeirra og segir við Spartacus að barnið muni lifa sem frjáls manneskja. En frelsi barnsins var ekki sjálfgefið, það fékk frelsi vegna hins góðhjartaða Gracchusar, og baráttu föður síns.
Þú verður að fylgja hjartanu! Það er mín lífsspeki !