Schindlers list Limited edition Fyrir 2 mánuðum keypti ég þessa myndsem ég var lengi búinn að bíða eftir. Þessi mynd var á sínum tíma árið 1993 tilnefnd til 12 óskarsverðlauna og vann þar af 7.

Myndin sjálf: fjallar um Oscar Schindler Félaga í Nasista flokknum sem sér þegar á líður seinni heimstyrjöld á hrylling stríðsins og fer að reyna bjarga sem flestum

Leikarar: Helst ber að nefna Liam Neeson sem á frábæran hátt túlkar Oscar Schindler að mínu mati hefði hann átt að fá óskarinn fyrir framistöðu sína.
Ralph Fiennes: Leikur hinn geðbilað yfirmann fangabúða Gyðinga Amon Goeth sem líkar að skjóta fólk fyrir engra hluta sakir. Aftur dæmi um leikara sem hefði mátt fá óskarinn en því miður dæmi ég lítið um það.
Svo síðast en ekki síst Ben kingsley sem leikur Itzhak Stern Bókhaldara Schindlers og gyðing.

Leikstjóri:Steven Spielberg hmmm þarf ekki mikið að segja um hann,gert myndir eins og Saving private Ryan, Jurassic Park, Et og mikið mikið fleiri myndir.
Nema að upprunalega árið 1980 var Martin scorsese boðið að leikstýra myndinni hann afþakkaði vegna þess að honum fannst að hann gæti aldrei leikstýrt jafnvel og gyðinga leikstjóri, einnig þá ætlaði Steven Spielberg að gera þessa mynd beint á eftir ET en hann fannst hann ekki vera tilbúinn þannig hann beið í 10 ár með að gera myndina.

Handrit: Byggt á bókinni Schindlers Ark eftir Thomas Keneally. Steven Ziallian gerði handritið fyrir myndinna og fékk hann óskarsverðlaun fyrir handritið. Hann hefur einnig gert handrit fyrir myndirnar Gangs of New York, Hannibal og Mission Impossible til dæmis.

Mynd:Myndinn er svört hvít og er það eitthvað sem gerir myndina mjög flotta hvers vegna, vegna þess að á þessu tímabili um 1940 voru allar ljósmindir og kvikmyndir svart/hvítar Steven Spielberg ákvað að nota þetta því honum fannst.
Myndinn er í 1.85:1 widescreen.

Hljóð: English 5.1 og English 5.1 dts

Myndin sjálf er allt í allt 3klst og 7 mín.


Aukaefni:2 Disc SPecial Edition DvD
Voices from the List: Heimildar mynd um þá sem sáu og urðu vitni af helförinni.

The SHOAH foundation story with Steven Spielberg: Sjóður sem safnar sögum þeirra sem lifðu helförina af bæði vitni og aðstendedur þeirra

Cast and Crew :Um leikar og aðra sem eiga hlut af myndinni.

About Oscar Schindler: Fjallað Um hver Oscar Schindler var.

Annað aukaefni.

- A stunning Picture book: 79 bls myndabók sem David James tók á tökustað myndarinar og þar að auki framleiðslu nótur og 3 bls innihalds

- The Academy award-winning CD soundtrack:
Geisladiskur með öllum lögum úr myndinni eftir John William

- A rare Limited edition senitype´: Númeraður filmubútur úr sjálfri upprunalegu filmu Schindlers List

- Certificate of authenticity: Vottorð um raungildi þessa DvD disks

Myndin er Region 2
Textar: Það eru allnokkrir textar sem fylgja þessari mynd þar á meðal íslenskur texti.

Myndinn hlaut 12 Óskarstilnefningar og vann til 7 þeirra

Vann:Besta Mynd
Besti Leikstjóri: Steven Spielberg
Besta Handrit: Steven Zaillian
Besta Klippta myndinn: Michael Kahn
Besta Tónlist: John Williams
Besta Kvikmyndataka: Janusz Kaminski
Besta listræn leikstjórnun: Allan Starski
Var einnig tilnefnd:
Besti Aðalleikari Karla: Liam Neeson
Besti Aukaleikari Karla: Ralph Fiennes
Bestu Búningar
Besta Förðun
Besta Hljóð
Vona nú að allir fari og kaupi þessa snilldar mynd sem fyrst

Veit að það eru einhverjar villur í þessari grein þarf ekki að benda mér á það.
kv Reven