Gúmorron.

Hvað finnst fólki um þessa bylgju af víra-kung-fu bardagaatriðum sem Matrix ýtti af stað? Nú var ég að enda við að ná í kynningarbútana úr bæði Shrek og Cats & Dogs og í báðum tilvikum er sýnt atriði sem er með þennan Matrix-stimpil á sér… þó í báðum bútunum eigi það að vera yfirdrifið grín. Mér sýnist bara eins og önnur hver mynd sem komið hefur frá Hollywood síðan Matrix kom út sé með einhverja skírskotun í þessa tækni… Charlie's Angels er sennilega mest augljósasta dæmið.

Mér finnst bara að það mætti fara að slaka aðeins á þessu, annars verður þetta bara orðið þreytt loksins þegar Matrix 2 kemur… nemma Wachowski bræðurnir (hvernig sem það er nú stafað) finni uppá einhverju ennþá flottara sem allir keppast síðan upp við að apa upp eftir þeim.

Reyndar hló ég mig alveg máttlausan að atriðinu í Cats & Dogs, mæli með að fólk nái í þann bút ;=).
——————————