Jaws Áður en ég byrja að fjalla um Jaws eða Ókindina eins og margir Íslendingar kalla hana, þá langar mig að tala um hvaða áhrif þessi mynd hafði á mig. Flest okkar eru ekkert hrifin af hákörlum, enda eru þeir sjaldnast til góðs, en núna þá hefur mér ekkert fundist það ýkja freistandi að fara að synda á einhverri strönd, svo sá ég frétt um daginn þar sem hákarlar réðust á fólk á ströndum Kaliforníu, úff.. gott að búa í Atlandshafinu, þar sem lifir einungis þorskur, loðna og þannig fiskar… og eitt enn, það gæti leynst smá spoiler, en sá sem er ekki búinn að sjá þessa mynd, fari útá næstu leigu…

Martin Brody (Roy Shneider) er lögreglustjóri á Amity Island, sem eiginlega mætti kalla smábæ, en þessi bær er nokkurs konar sumarbær, þar sem gestir alls staðar frá koma og synda í sjónum og liggja í sólbaði. En eina nótt þá gerist hræðilegt slys þar sem ung kona verður fyrir hrottalegri árás frá einhverri skepnu, en líkskoðarinn álítur þetta sem einhvers konar bátaslys. Svo smátt og smátt fjölgar slysunum og Brody vill strax loka ströndinni, en bæjarstjórinn Larry Vaughn er á öðru máli, hann vill fyrst og fremst græða peninga, en peningar eru ekki græddir með lokaðri strönd, þannig að hann neitar náttúrlega. Þá kemur til þeirra ungur maður frá Hafrannsóknarstofnuninni, Matt Hooper (Richard Dreyfuss) og hann er á allt öðru máli en líkskoðarinn, hann segir að það sé ekki möguleiki á því að útlitið á stelpunni sé eftir skrúfu. En þegar slys verður á litlum stráki þá byrjar bæjarstjórinn aðeins og skipta um skoðun og fer að vilja leyfa að loka ströndinni og það sem meira er.. Quint, sem er fiskimaður sem veitt hefur margan hákarlinn og býðst til að veiða og drepa hákarlinn, fyrir 10.000 $ eða 200 dali á dag. Þá fara Brody, Hooper og Quint á litlum báti að reyna að drepa þennan hákarl, en það verður ekki neitt auðvelt verk..

Það má segja að þessi mynd hafi verið sú sem kom Steven Spielberg á kortið, snilldarlega vel leikstýrð, John Williams sá um tónlist og enn þann dag í dag lifir þessi tón: “dunn, dunn dunn dunn”þið kannist við þetta, ekki satt? Theme-ið í Jaws, algjör snilld.

En svo ætla ég aðeins að fara yfir í slæmu tónana, framhöldin af Jaws, eru einfaldlega HÖRMUNG ! Okey, Jaws 2 var rétt svo ásættanleg, Jaws 3 var glötuð og Jaws: The Revenge var.. VERSTA KVIKMYND SEM ÉG HEF NOKKURN TÍMANN SÉÐ !!!

Takið eftir því þegar Brody tekur upp “sexhleypuna” sína í fyrsta sinn í myrkrinu þá sést stjörnuhrap á himninumm. Það kom út um daginn “Jaws: 25th Annaversity”, en það gæti hafa verið eitthvað annað, en það kom út afmælisútgáfa og ég kaupi hana þegar ég fæ mér DVD spilara eftir ferminguna mína.. =)

Ástæðan fyrir því að ég er að skrifa um kvikmynd sem er u.þ.b. 25-30 ára gömul er sú að þessi mynd er einfaldlega frábær í alla staði, og á skilið að tala aðeins um hana.