Steve Buscemi Steve Buscemi - 13.13.1958

Þegar ég sá á korkinu, Steve Buscemi stunginn, þá ákvað ég að skrifa grein um þennan leikara, sem er einn af þeim mörgu leikurum sem margir sjá í mörgum myndum en gleyma honum strax.

Steve er fæddur 13. desember, 1958 í Valley Stream, Long Island. Meðan Steve var í miðskóla þá fékk hann mikinn áhuga á leiklist og kvikmyndum. Meðan hann starfaði sem slökkviliðsmaður í 4 ár, þá reyndi hann einnig fyrir sér í uppistand gríni (Jerry Seinfeld), en hætti því síðan fyrir aðeins alvarlegri hluti. Hann flutti til Manhattan þar sem hann lærði í Lee Strasberg Institure, hann reyndi einnig fyrir sér í leikritarbransanum, hann skrifaði og lék í þeim einhvers staðar í New York. Fyrr en seinna þá var hann “uppgvötaður” af Bill Sherwood, sem lét hann fá aðalhlutverkið í “Parting Glances”. Þarna byrjaði ferill Steve fyrir alvöru, og ferill hans á eftir að vera nokkuð glæstur (þó sumum finnist hann ekkert spes), þá hefur hann ennþá gaman af þessu þrátt fyrir þessar leiðinlegu myndir :)

Þekktastur er Steve sem aðeins Mr. Pink í “Reservoir Dogs” (góð mynd), skrýtni kallinn í “Fargo” og hinn óvinsæli leigumorðingi “Mr. Shhh” í “Things to do in Denver when you're dead”. Flest hlutverk hans eru sem leikari í aukahlutverki, samt hefur hann fengið nokkur aðalhlutverk, t.d. “In the Soup”, “Parting Glances” þar sem hann túlkaði persónuna Nick mjög vel. Hann hafði einnig birst í óvenulegum tryllum, eins og “Call me”, “Slaves of New York”, “New York Stories, ”Mystery Train“, ”King of New York“, ”Miller's Crossing“ og Quentin Tarantino myndin.. ”Reservoir Dogs“. Eitt af afrekum Steve er ”Trees Lounge“, mynd sem hann lék ekki í sjálfur, en hann skrifaði sjálfur og leikstýrði. Hann sást einnig í ”Con Air“, hasarmynd með Nicolas Cage, Ving Rhames og John Cusack. Einnig lék hann í næstunýjustu mynd Coen bræðra, ”The Big Lebowski". Sú mynd innihélt leikara eins og Jeff Bridges, John Goodman, John Turturro, Jon Polito og Peter Stormare.
Það hefur gengið um orðrómur að Steve Buscemi muni leika Scarecrow í nýju Batman myndinni. En auðvitað, orðrómar eru 15% líkur á því að það sem þeir eru að tala um muni gerast. Það er ekki einu sinni búið að ráða nýja Batman. :) .. sem betur fer. Batman.. :(

Eflaust hafa margir séð einhverjar af þessum myndum hans, en hérna kemur listinn..
U.þ.b. 70 kvikmyndir.
Armageddon (1998)
Louis et Frank (1998)
The Big Lebowski (1998)
The Impostors (1998)
The Real Blonde (1998)
The Wedding Singer (1998)
Con Air (1997)
Escape from L.A. (1996)
Fargo (1996)
Kansas City (1996)
Black Kites (1996)
Trees Lounge (1996)
Billy Madison (1995)
Dead Man (1995)
Desperado (1995)
The Immortals (1995)
Living in Oblivion (1995)
Things to Do in Denver when You're Dead (1995)
Airheads (1994)
Floundering (1994)
The Hudsucker Proxy (1994)
The Last Outlaw (1994)
Pulp Fiction (1994)
Somebody to Love (1994)
Ed and His Dead Mother (1993)
Rising Sun (1993)
The Search for One-Eye Jimmy (1993)
Twenty Bucks (1993)
CrissCross (1992)
In the Soup (1992)
Reservoir Dogs (1992)
Barton Fink (1991)
Billy Bathgate (1991)
Trusting Beatrice (1991)
King of New York (1990)
Miller's Crossing (1990)
Tales from the Darkside: The Movie (1990)
Zandalee (1990)
Bloodhounds of Broadway (1989)
Mystery Train (1989)
New York Stories (1989)
Slaves of New York (1989)
Call Me (1988)
Heart of Midnight (1988)
Vibes (1988)
Heart (1987)
Force of Circumstance (1987)
Kiss Daddy Goodnight (1987)
Coffee and Cigarettes II (1986)
No Picnic (1986)
Parting Glances (1986)
The Way It Is (1984)