Frábær skapgerðarleikari sem iðulega er bendlaður við hinn ítalskættaða hóp Bandaríkjamanna í leiklist sem farnir eru verulega að láta að sér kveða í bíómyndum og sjónvarpi. Menn eins og Stanley Tucci (Lék í og leikstýrði snilldarverkinu Big Night, einnig The Impostors, lék í The Pelican Brief, Winchell o.fl.) og James Gandolfini (The Sopranos, A civil action, True Romance.)
Sizemore hefur gefið harðjaxlaímynd sinni ákveðna dýpt með sterkum leik í myndum eins og Natural Born Killers, True Romance og Strange Days. Einnig gaf hann Pacino og DeNiro lítið eftir í Heat sem Indy skrifaði um hér áður og hann var það skásta við hina drepleiðinlegu Red Planet. Fyrir mörgum árum ruglaðist ég iðulega á honum og öðrum svölum leikara, Michael Madsen (Reservoir Dogs, The Getaway) en ég var víst ekki einn um að ruglast á þeim. Athyglisverðasti performansinn hans var minimalisminn sem hann sýndi í Saving Private Ryan. Snilld.