Red Violin Sá þessa mynd á Stöð 2 í kvöld, og verð að segja að ég var orðlaus. Þessi mynd er þvílíkt snilldarverk í alla staði, handrit, tónlist, kvikmyndatak, leikstjórn og leikarar, allt spilar þetta saman og útkoman nálgast það að verða fullkomnum. Ég er þvílíkt svekktur að hafa ekki séð þessa mynd í bíó á sínum tíma. Don McKellar (handrit) og François Girard (handrit og leikstjórn) eru hvorugir þekktir, en ég vona að þetta sé ekki það síðasta sem við fáum að sjá frá Girard. Tónlistin er notuð á snilldarlegan hátt, og þótt að leikararnir voru ekki alltaf 100% í sync, þá truflaði það mig ekkert voðalega, enda erfitt. Ef þú hefur ekki séð þessa mynd og hefur snefil af kvikmyndaáhuga, farðu þá á næstu leigu og fáðu þér eitt stykki meistaraverk, þessi verður sko í DVD safninu!