Thirteen days er flott mynd með Kevin Costner. Þetta gerir 2 í röð sem ég hef séð með kappanum þar sem hann er mjög góður. Hin myndin var 3000 miles to Graceland.
Thirteen days fjallar um Kúbudeiluna árið 1962 og hvað gerðist á bakvið tjöldin. Costner leikur sérstakan aðstoðarmann Kennedy's forseta þegar að deilan skellur á. Þeir sem ekki þekkja söguna þá var það árið 1962 sem að Sovétríkin fluttu kjarnorkuflaugar til Kúbu og ógnaði það verulega öryggi Bandaríkjanna. Þessi mynd fjallar um þá pólitísku skák sem átti sér stað á bakvið tjöldin. ALdrei á neinum öðrum tíma síðan síðari heimsstyrjöld hefur heimurinn verið jafn nálægt þriðju heimsstyrjöldinni.

Þetta er mjög góð mynd en hún er ekki fyrir alla. Hún er líka mjög löng eða um 145 mín. Þetta er fyrir þá sem hafa gaman af vel leiknum og spennandi myndum án verulegs hasars.

Það er greinilegt að stjarna Costners er að rísa aftur á miklum hraða.

Xavier

Afrit sent á Kvikmyndir.is