Jurassic Park III Eins og flest allir vita þá er Jurassic Park III að koma og það hefur verið mikið að tala um hana á netinu, hvort hún eigi að gerast á undan The Lost World:The Jurassic Park, hvort Sam Neill leiki í henni svoleiðis.
En í dag var sett á Jurssic Park netsíðunna plottið fyrir JP III og það hljóðar svo:

Myndin gerist á eftir The Lost World!!!
Dr.Alan Grant (úr Jurassic Park) er ákafur í að komast að hvort hans nýja kenning um gáfur snareðlu (Raptor, Velociraptor) standis og nokkru áður hafði milljónamæringur reynt að fá hann til þess að fara með sér, konunni sinni og 5 öðrum til “Site B”(The Lost World) í skoðunarferð en milljónamæringurin er mikill ævintýra maður. Hann felst á það.
Þegar flugvél þeirra brotlendur þurfa þau 7 að standa fyrir hættum sem á eyjunni býr sem er þar á meðal eðlur sem InGen hefði ekki greint frá og Dr.Grant þarf að viðurkenna að kenningin hans stenst.


Persónulega er ég mjög spenntur fyrir henni og ég vona til þess að þeim takist að gera galdurinn sem var þegar Jurassic Park var gerð.


SPOILER - SPOILER - SPOILER - SPOILER - SPOILER - SPOILER -
ÉG BER EKKI ÁBYRGÐ Á NEINU SEM HÉR STENDUR!!!!!!!!!


Ég horfði á 54 mín.viðtal við Stan Winston á official JP3 síðunni og hann sagði að:

Ný eðla væri í myndini og heitir Spinosaur og T-Rex mundi lenda í slag og hið “ónefnda” S. mundi vinna hið “ónefnda” T. eða gaf það í skyn og sýndi blóð sem var á fram“hendi” S.

Að ein af Stan Winston (rafmagns) eðlunum mundi í vatni og það væri erfiðasta takan í myndinni.

Þessi flugvél á að hafa hrapað vegna þess að flugeðlur(Pteranadon) réðust á hana.

Að risaeðlan á posterinu væri Spinosaur!

Að Snareðlan mundi fengi aðeins breytt útlit.


SPOILER END - SPOILER END - SPOILER END - SPOILER END - SPOILER END

Leikarar:
Sam Neill
William H. Macy
Téa Leoni
Alessandro Nivola
Michael Jeter
Trevor Morgan
Leikstjóri: Joe Johnston
Saga: Steven Spielberg

Endilega leiðréttið mig ef ég ef eitthað rangt fyrir mér!

IndyJones

Jurassic Park III Verður frumsýnd 18 Júlí í USA