David Rocastle blessuð sé minning hans. Það var mikil sorg hjá knattspyrnuunnendum Arsenal á laugardagsmorgun þegar þeir fengu fréttir af því að fótboltasnillinurinn David Rocastle var látinn eftir harða baráttu við krabbamein aðeins 33 ára.
“Rocky” gekk í raðir Arsenal í ágúst 1983 þegar hann var 16 ára og eyddi níu árangursríkum árum hjá Arsenal. Hann varð meistari árin ‘89 og ’91 með Gunners og árið '87 unnu þeir Littlewoods bikarinn. Hann spilaði 14 landsleiki fyrir Englands hönd meðan á dvöl hans hjá Arsenal stóð, einnig 14 leiki fyrir U-21 lið Englands. Hann var giftur og átti 3 börn.
Hver og einn Arsenal aðdáendi sem sá Rocastle spila í frægu rauðu og hvítu treyjunum eiga hver fyrir sig minningu um hæfileikaríkan knattspyrnumann.