Nú hafa menn verið að bitcha yfir Jerry Bruckheimer. Nú er á leiðinni mynd um Pearl Harbor og Jerry er framleiðandinn. Leikstjóri er Michael Bay sem hefur leikstýrt The Rock, Bad Boys og Armageddon. Sá sem skrifar myndina heitir Randall Wallace hann skrifaði handritið af og leikstýrði The man in the iron mask sem mér fannst ekki góð en hann skrifaði líka Braveheart sem er með 5 bestu stríðsmyndum fyrr og síðar. Aðalhlutverk leika Ben Affleck(mér finnst hann ekki eiga heima í dramatískri hermynd), Jon Voight sem Franklin D. Roosevelt, Cuba Gooding Jr, Alec Baldwin,Dan Aykroyd og Tom Sizemore sem lék í Saving Private Ryan.
Ég er búnað fylgjast með teasernum og lýst mjög vel á hann. ég vona að Jerry Bruckheimer takist vel með þessa mynd.