Batman 5 : Begins Ég er búinn að vera afla mér upplýsinga um nýju Batman myndina sem nú er í vinnslu, batman begins. Ég hefði ekkert tekið eftir þessari mynd nema fyrir það að það var verið að tala um myndina í fjölmiðlum hérna á Íslandi vegna þess að það var verið að taka upp hér á landi.

Ég komst að því að leikarinn Christian Bale fer með aðalhlutverkið og leikur Batman. Ég var rosalega ánægður að heyra þetta og fattaði þá strax að þeir væru að taka nýja stefnu í þessum Batman myndum. Þeir eru hættir við að gera Batman barnavæddan eins og í Batman forever, þar sem Alicia Silverstone fór með hlutverk Batgirl (þarf ég að segja meira ?).
Christian Bale komst í mikið uppáhald hjá mér þegar hann lék í svörtustu gamanmynd sem ég hef nokkur tíma séð , American psycho(happiness lenti í öðru sæti hjá mér). Þarna lék hann mann sem var farinn að ýminda sér að hann væri fjöldamorðingi. Hann virtist drepa útaf pirringi einum saman og það virtist ekkert g anga upp hjá honum. Í lok myndar þá….. ahhh.. verðið að sjá hana sjálf ef þið viljið vita. En hann er mjög professional leikari og ég er alveg viss um að hann á eftir að skila sínu.

Söguþráðurinn er aðeins kominn í ljós þótt að öllu sé haldið leyndu á þessu stigi. Ég gerði smá könnun á netinu og fann hvergi upplýsingar um að t.d. myndin væri tekin upp á Íslandi. Myndin er víst nýtt upphaf , svipað og fyrri Spider man myndin. Hún á að sýna Bruce Wayne þegar hann era ð byrja sem Batman. Sýna mannlegu hliðina á honum. Hann er jú ekki með neina “ofur” krafta. Myndin á að vera eins raunhæf og hægt er. Það er leikstjórinn Christopher Nolan sem ætlar að sjá til þess. Hann leikstýrði jú myndinni Memento , sem era ð mínu mati besta mynd allra tíma. Ég tel samt ekki líklegt að myndin verði aftur á bak eða neitt í líkingu við Memento hehe.

Illmennin í myndinni eru tvö. Þau eru Ra’s Al Ghul og Scare crow ,eða fuglahræðan á góðri íslensku. Þess má geta að Ra’s Al Ghul þýðir Devils head eða höfuð djöfuls.
Ra’s Ghul er illmenni sem vill eyða allri spillingu og skemmdarverkum, eins og hann vill orða það, á náttúrunni og heiminum. Og byrja uppá nýtt með mannkynið þar sem hann myndi stjórna öllu. Hann veit hvenær hann er fæddur en telur sig samt vera 600 ára. Hann hefur samt miklar áhyggjur af því hver muni taka við af honum . Hann á dóttur en vill finna rétta aðilan til að vera með henni og vill fá Batman í verkið. Batman vill samt aldrey gangast við því. Hann er gáfaðasta illmenni sem Batman hefur þurft að etja við samkvæmt teiknimyndunum.

Samkvæmt imdb (Internet movie database) er það Ken Watanabe sem fer með hlutverk Ra’s Al Ghul. Ken fór með eitt af aðal hlutverkum ,á móti Tom Cruise í myndinni Síðasti samúræinn. Fuglahræðan er samt allt öðruvísi character. Frá því Dr.Jonathan Crane ,fuglahræðan, var lítill strákur hafði hann mikinn áhuga á hræðslum og phobium folks. Þar af leiðandi fékk hann viðurnefnið fuglahræðan ,eftir að nokkur hrekkjusvín fóru að kalla hann það. Þá sór hann að aldrey segja frá því hvað hann væri hræddur við. Hann menntaði sig síðan í sálfræð, og sérhæfði sig í því sem hræddi folk. Rannsóknir hans fóru úr böndunum og missti hann þá vinnuna. Hann gat því ekki lengur stundað rannsóknir sínar á eðlilegan hátt og tók þá aftur upp gamla viðurnefnið ,fuglahræðan. Samkvæmt framleiðendum myndarinnar er fuglahræðan búin að finna upp drykk sem kveikir upp hræðslu í fólki.

Myndin á að vera meira í áttina að Tim Burton stílnum sem var kynntur í fyrstu tveim Batman myndunum og einmitt þessvegna var fuglahræðan fengin með í myndina. Til að kynda upp hræðslu elementið.

Ég segi bara fyrir mig að ég er mjög spenntur fyrir þessari mynd og hlakkar mikið til að sjá hana. Það kemur svo í ljós með tímanum hvort ég verði fyrir vonbrigðum.


Og já ég vill benda á aðra snilldar grein eftir fridfinn sem kom út 16. júlí kl.18:24. Ég var sjálfur ekki búinn að lesa hana þegar ég skrifaði mína grein