Hvað er málið með illmennin í Batman ?

Ég var að skrifa grein um Batman og fór aðeins að spá í hvernig Batman væri. Hann er jú maður sem hefur enga ofurkrafta en velur sér sjálfur að klæðast leður og eða gúmmí búningi og kalla sig leðurblökumanninn. Hann berst gegn illmennum sem hafa flest öll lent í einhverjum hræðilegum slysum. Þessum afskræmdu , stundum hálffötluðu illmennum, takast þó hin ótrúlegustu verk og ná að klekkja á borgurum Gotham. Ég vill hér með taka nokkur dæmi úr myndunum.

Joker: Hann datt í pott fullan af eitri sem skemmdi á honum andlitið. Hann finnur sér lýtalæknir mafíósanna á svarta markaðnum og fær hann til að bjarga því sem bjargað getur af andlitinu á honum. Það gengur ekki nógu vel upp og Joker er með bros fast á andlitinu. Ég held líka að á meðan aðgerðinni stóð hafi hann fengið lífsskammt að hláturgasi , svipað og þegar Steinríkur dettur í töfraseiðs pottinn þegar hann var barn. Hann verður geðveikur og fer að ganga um með meik up og grænt hár.

Mörgæsin: Talandi um afskræmingu, vesalingur sem er settur í ræsið af foreldrum sínum sjálfsagt vegna þess að þau höfðu séð eftir því að hafa ekki notað smokk. Hann er síðan alinn upp af mörgæsum takk fyrir og gengst í lið með einhverri clikkaðri sirkhús mafíu. Þess má geta að hann er með sérlegt fetish fyrir regnhlífum og ný-dauðum fiski. Þess má geta að hann er örugglega vanþroska.

Kattarkonan: Datt framm af hárri byggingu. Þá kom hellingur af kattavinum hennar henni til bjargar með því að sleikja hana, lausn katta við öllum vandamálum. Af einhverri ástæðu vaknar hún upp sem ný. Hún fer heim til sín klippir til mest sexy jakka sem ég hef séð og gerir sér gúmí kattakonu búning. Þess má geta að hún nýtur þess að sleikja sig eins og kettirnir. Hún ákveður því næst að reyna hefna sín á manninum sem drap hana.

Two face: Fékk sýru á hálft andlitið. Batman var á staðnum en bjargaði honum ekki þannig að það er gott að hefna sín á honum. Two face varð afskræmdur öðru megin á andlitinu og ákvað þá að fá klæðskeran sinn til að hanna fötin hans upp á nýtt. Öll föt voru skipt í tvennt , alveg eins og hinn snarbilaði persónuleiki Two face. Önnur hliðin á öllu táknaði alltaf hið góða og hin hið illa. Það er nú ekki hægt að vera gott illmenni nema maður sé frumlegur og því fékk hann sér skilding sem hann kastaði alltaf upp þegar hann átti að taka ákvarðanir. Snarbilaður geðklofi í fáránlegum fötum , ég held persónulega að hann hafi alltaf viljað koma út úr skápnum en ekki þorað því. Önnur hliðin á honum var kvenmaðurinn að reyna brjótast út .

The riddler: Vísindamaður sem vinnur hjá Bruce Wayne. Hann dýrkar Wayne og verður mjög leiður þegar hann er rekinn. Eftir það þráir hann að vita allt í heiminum og þar á meðal hver Batman sé ,samkvæmt Batman returns að minnsta kosti. Hann er í sífellu að skilja eftir gátur hér og þar en er þó sleginn útaf laginu þegar Batman fer með gátu fyrir hann. Hér er gátan : Riddle me this, riddle me that, who’s afraid of the big black bat ? Eftir þessa “snilli” áttar riddler sig á því að hann er skíthræddur við leðurblökur og er lagður inná hæli. Og ójá ,ekki má gleyma að hann lætur stóran spilakassa með írskum kalli inní , sem getur sagt já og nei, taka allar mikilvægustu ákvarðanirnar fyrir sig eins og til dæmis hvaða nafn hann tók sér.

Mr.Freeze: Vísindamaður líka, þetta er víst algengt í illmennaheiminum. Það og að vera doctor í einhverju.Leggur stund á rannsóknir til að bjarga konunni sinni sem er frosin vegna þess að hún fékk bannvænan ólæknandi sjúkdóm. Hann vann jú líka hjá Bruce Wayne. Rannsóknirnar ganga of hægt og Wayne fyrirtækið vill láta loka á verkefnið. Mr.Freeze reynir þá að bjarga konunni sinni en Wayne sendir öryggisverði á hann. Þetta endar í algeru klúðri þar sem konan hans deyr og Mr. Freeze fær á sig kæli vökva. Eftir það verður hann háður kulda og ó já fær fimmfaldan ofurkraft. Hann smíðar sér auðvitað frystibyssu og fær sér tvo pandabirni , já nei það voru ísbirnir. Geðbilaður vísindamaður , hver yrði ekki bilaður af því að verða kynkaldur það sem eftir væri, með frystibyssu og gæludýr.

Poison Ivy: Sannkölluð rauðsokka. Rauðhærð vísindakona (frumlegt) sem elskar gróður fram yfir mannslíf. Hún reynir að hefna fyrir öll spjöll sem verða á náttúrunni. Ábyggilega í greenpeace og öðrum svipuðum samtökum. Drepur þá sem drepa sjaldgæfar plöntur og lokkar karlmenn með blóma ilmvötnum. Tree huggin hippie.

Bane: Á eiginlega heima í ameríska glímuheiminum frekar. Nautheimskur , í sokkabuxum og með grímu.

Að þessu loknu þá vill ég benda á að Kári Stefánsson er “brjálæður” vísindamaður sem leggur áherslu á genafræði. Ætli hann sé næsti erkióvinur atman ?