Fyrir nokkrum árum voru gagnrýnendur að tuða yfir því að sumar tölvugerðar myndir væru alltof ílla gerðar en nú um daginn kvartaði USA Today yfir því að ein aðalpersónan í nýustu tölvugerðu mynd DreamWorks og PDI (Pacific Data Images) SHREK væri alltof vel gerð og passaði engan veginn í myndina! Það finnst mér alveg rosalegt að gangrýnendur stoppi ekki einhverstaðar, fyrsta lagi því að þeir eru BÓKSTAFLEGA slefandi yfir Shrek!! En samt þurfti USA Today að tuða yfir því að myndin væri of vel gerð! En ég ætlaði ekki að skrifa hversu óhress ég sé yfir þessu, heldur ætlaði ég að skrifa um myndina og það sem gagnrýnendur kalla Chicken Run ársins 2001, SHREK

Einu sinni fyrir langa löngu var Ogre að nafni Shrek sem var skyndilega ráðist á af hunleiðilegu sögupersónum einsog: Úlfinum úr rauðhettu, 3 heimilislausir grísir sem voru verktakar og blindum músum.
Allar þessar “ævintýra”persónur hafa verið rekin úr konungsríki Farquaad þar sem allar B-ævintýra hetjunar bjuggu.
Shrek ákveður að reyna bjarga heimilum þeirra en Farquaad gerir honum tilboð í það að hann mundi leyfa þeim að búa í ríki sínu ef Shrek mundi bjarga Prinsessunni Fiona til þess hún mundi verða kona hans.
Shrek fær taugaóstyrjan vin sinn til þess að fara með sér, Donkey(asni)og hann er til í að gera allt fyrir Shrek nema að þegja. En þetta er byrjunin af mjög stóru og hættulega ævintýri þeirra félaga!

Þótt að myndin sé ekki allveg tilbúin( 85% ) hefur hún samt fengið rosalega góða dóma og sagt er að myndin sé Chicken Run ársins!

Leikarar:
Mike Myers - Shrek
Cameron Diaz - Princess Fiona
John Lithgow - Lord Farquaad
Eddie Murphy - Donkey

IndyJones

SHREK VERÐUR FRUMSÝND 18.MAÍ Í USA

Shrek - The greatest fairy tale never told!