Eins og kom fram í nýlegri grein hér á kvikmyndasíðu huga þá hefur hin nýútkomna mynd um Spider-man fengið mjög mismunandi dóma. Ég vil láta kyrrt við liggja með átlit fólks á henni í þessari grein. Heldur vil ég frekar skoða möguleika næstu myndar á hverjir séu kjörnir til að deila hvíta tjaldinu með Spider-man sem fjandmenn hans.

Fjandmaður nr.1:
Greinilegt var í enda Spider-man 2 að Harry Osborn mun feta í fótspor föður síns og gerast fjandmaður Spider-man. Hvort sem það er í næstu mynd eða seinna þá mun Harry þeytast milli háhýsa New york fast á hælum Spider-man. En ef þeir ætla að nota hann í næstu mynd þá finnst mér að þeir verði að láta hann breyta búningnum og vera þá Hobgoblin.

Fjandmaður nr.2:
Kynntur var nú í síðustu mynd sonur J. Jonah Jameson, geimfarinn John Jameson. Hann kemur sterklega til greina til að fara í geimferð og koma aftur til jarðarinnar með einn af mínum uppáhalds fjendum Spider-man. Engan annann en Venom. Eddie Brock sá sem var Venom í teiknimyndunum og blöðunum yrði klipptur út og hatur John á Peter Parker nýtt í staðinn. Þrátt fyrir að John hafi verið Mn-wolf í teiknmyndasögunum þá held ég að kvikmyndaáhangendur séu komnir með leið á varúlfum og persónulegar finnst mér varúlfur ekki passa við Spider-man. Hvorki fyrr né síðar.

Fjandmaður nr.3:
Erfðavísindamaðurinn og kennari Peter Parkers, hann Dr. Connors var einnig kynntur til sögunnar og gefur það möguleikann að hann komi næst sem Lizard.

Þessir þrír koma helst til greina að mínu mati en auðvitað er hægt að fara aðrar leiðir án þess að eyðileggja sögumynstrið. Einnig er auðvitað hægt að hafa tvo af þeim eða jafnvel alla þrjá næst.

Aðrir fjandmenn sem mig langar að sjá munu vera, scorpion, Michael Morbius (og með honum Black cat sem félaga spiderman), kamelljónið og Shocker svona einna helst.
“They say that dreams are only real as long as they last. Couldn't you say the same thing about life?”