Mystic River - 2003
Leikstjóri: Clint Eastwood
Aðalhlutverk: Sean Penn(Jimmy), Tim Robbins(Dave), Kevin Bacon(Sean) og fl.
Handrit: Brian Helgeland (Kvikmyndahandrit) og Dennis Lehane (Skáldsaga)


Ég ákvað að leigja mér mynd í kvöld, og varð Mystic River fyrir valinu. Ég hafði heyrt að hún ætti að vera mjög góð, og einnig soldið sérstök, en það eru auðvitað bestu myndirnar, að mínu mati allavega. Ég ákvað einnig að taka myndina því í myndinni voru tveir af mínum uppáhalds leikurum, Sean Penn og Tim Robbins. Eftir að ég sá Tim Robbins í The Shawshank Redemption hefur hann verið einn af mínum uppáhalds leikurum síðan. Myndin er byggð á skáldsögu Dennis Lehane.

En að myndinni, smá um söguþráðinn. Þrír góðir vinir lenda í miklum harmleik í æsku, þetta aðskilur þá í fjölda ára. Tugir ára líða. Þangað til að einn daginn finnst dóttir eins mannsins myrt. Annar vinurinn er grunaður, og hinn starfar í lögreglunni.

Þegar ég sá þessa mynd varð ég virkilega hrifinn, ég ætlaði ekki að trúa að einn maður gæti leikið svona vel, hvernig á ég við? Nú auðvitað Sean Penn, hvernig hann nær að leika föður sem hefur ný misst dóttur sína, er gjörsamlega ótrúlegt. Það besta við þessa mynd fannst mér vera leikur Sean Penn. Tim Robbins leikur einnig mjög vel í þessari mynd og ekki er Kevin Bacon síðri.

Mér fannst leikstjórnin, leikurinn og flest allt við þessa mynd mjög gott. Ég mæli sterklega með þessari mynd, og þeir sem ekki hafa séð hana, ættuð endilega að drífa ykkur út á leigu og taka hana. Maður vill ekki missa af meistaraverki eins og þessu.

Ekki meira í bili, vildi bara koma smá á framfæri svona þegar maður er nýbúinn að sjá myndina.

Takk fyri