Nine Inch Nails. Live: All That Could Have Been Útgáfufyrirtæki: Nothing/Interscope Records
Útgáfudagur: 22. apríl, 2002.
Svæði 0, PAL

Þessi grein á við um Dolby Digital útgáfuna.
Það eru til tvær útgáfur, DD og DTS.

Nine Inch Nails. Live: All That Could Have Been

Inniheldur:
Staðlaða formið 4:3 (venjulegt sjónvarp),
5.1 Dolby Digital hljóðrás,
2.0 Dolby Digital Stereo hljóðrás,
lagatitla texta,
umtal frá Bill Viola (leikstjóri/listamaður)
og myndasafn.

Um sumarið 2000 voru Nine Inch Nails með tónleikaferð um Bandaríkin sem var kölluð Fragility 2.0.
Stofnandi hljómsveitarinnar, Trent Reznor, ákvað að þeir mundu taka upp tónleikana á stafrænar tökuvélar, klippa og hljóðblanda seinna á þeirra eigin heimatölvum.

Tónleikarnir:

Lögin sem eru á diskunum tveimur eru eftirfarandi:

Diskur 1:
Terrible Sin
Sin
March of the Pigs
Piggy
The Frail
The Wretched
Gave Up
La Mer
The Great Below
The Mark Has Been Made
Wish
Complication

Diskur 2:
Suck
Closer
Head Like a Hole
Just Like You Imagined
Starfuckers, Inc.
Hurt

Allt eru þetta góð lög en persónulega hefði ég viljað sjá Fragile á listanum. Það lag var einu sinni titillagið á samnefndri plötu sem þessi tónleikaferð er byggð á, þótt að þeir taka einnig gömul lög.

Það er alveg ótrúlegt hvernig þeir ná stemmingunni upp strax með fyrstu tveimur lögunum, halda síðan áfram að byggja hana upp og gera mann æstann; svo hægist á hraðanum og allt verður rólegt á meðan allir horfa á snilldarlega uppfærðri sýningu. Þrír ílangir ferhyrningslaga skjáir koma niður og sýna myndir sem passa ótrúlega vel við tónlistina. Síðan byggja þeir aftur upp hraðann og stemminguna.

Þar sem þeir hafa verið að spila lengi þá hafa þeir gert breytingar á lögunum, Reznor hefur kryddað textana með fleiri blótsyrðu sem ég fannst óþarfi, spinna og jafnvel blanda saman útgáfum á lögum saman eins og þeir gerðu með Sin. Notuðu byrjunina af endurblandaðri útgáfu í bland við upprunalegu útgáfuna.

Þar sem þeir tóku upp þetta sjálfir eru engar svífandi kranaskot sem einkenna margflestar tónleika sem eru teknir upp. Heldur er þetta hrátt og kraftmikið. Það eru skot langt í burtu sem allt sviðið sést, maður er með myndavél í þvögunni og svo nærmyndir af hljómsveitarmeðlimunum.

Þetta er líklegast það nálægasta sem við Íslendingar komust í tæri við að vera á tónleikum með NIN.

Stjörnugjöf: ***1/2 af **** mögulegum.

Myndin:

Þar sem þetta var tekið á stafrænar tökuvélar þá eru myndgæðin kristaltær nema í einhverjum tilfellum, sem aðeins bætir uppá sjarmann og hráa eiginleikann sem þessir tónleikar voru. Ef eitthvað lítur illa út, þá er það stafrænu tökuvélunum að kenna; stafrænar tökvélar þurfa góða lýsingu svo að myndin verði skýr og þetta er tekið í niðamyrkri.

Stjörnugjöf: ***1/2 af **** mögulegum.

Hljóðið:

Þetta er að mínu mati einhver sú óvægasta 5.1 Dolby Digital hljóðrás sem ég hef hlustað á. Þótt maður lækkar í næstlægsta þá heyrist samt vel í tónlistinni. Og ef það er stillt á hæfilegan styrk sem maður er vanur að hafa kvikmyndir á, þá er það næstum því einum of hátt.

Það er eins og maður sé á staðnum, tónleikagestir öskrandi útúr öllum hátölörum og sérstaklega bakhátölörunum. Maður heyrir líka vel í bakhátölörunum andstætt mörgum kvikmyndum sem hafa 5.1 Dolby Digital hljóðrás..

Closer er gott til að leyfa vinum sínum að heyra í nýja heimabíóinu sínu. Í endanum á laginum kemur gítar-riff sem fer útum allt. Byrjar í hægri framhátalaranum og yfir í vinstri bakhátalarann. Þetta er alveg ótrúlegt.

Þetta er án ef ein besta 5.1 Dolby Digital hljóðrás sem ég hlustað á og ég ábyrgist að fólk þarf ekkert að leita af DTS útgáfunni sem maður þarf að panta á netinu ef maður vill hana.

Stjörnugjöf: **** af **** mögulegum.

Aukaefni:

Það er lítið af auglýstu aukaefni á disknum.
Á disk 1 þá er hægt að velja annað sjónarhorn á þremur lögum, La Mer, The Great Below og The Mark Has Been Made. Þetta er skot af öllu sviðinu svo maður getur séð allt sem birtist á þessum skjám.
Á disk 2 er umtal frá Bill Viola, sem sá um það sem við sjáum á skjáunum á meðan La Mer, The Great Below og The Mark Has Been Made eru spiluð. Hann segir okkur hvernig hann fór af þessu og það er allt gott og blessað. Síðan er einnig að finna víðamikið myndasafn sem eru að miklu leiti myndir á meðan þeir voru að spila á tónleikunum, sem sagt ekkert mjög merkilegt.

Stjörnugjöf: ** af **** mögulegum.

En það er mikið af földu efni á diskunum tveim. Ég gæfi aukaefninu meira ef þetta hefði ekki verið falið og bara talið sem sýnilegt aukaefni. Annars væri það *** að öllum líkindum.
Á disk 1 er hægt að finna annað sjónarhorn fyrir lagið Gave Up, til þess að sjá það þá þarf að ýta á enter um 26:58 á laginu Gave Up.
Á disk 2 er mun meira hægt að finna. Það er hægt að fara auðvelda leið og fara inn á falda síðu sem inniheldur allt falda efnið eða finna það víðs vegar um diskinn.
Til þess að fara inn á földu síðuna, sem er kölluð “Beneath the Surface”, þá þarf að ýta á 6 og bíða eða 6 og strax á enter um 11:20 á laginu Head Like a Hole.
Þar er að finna lagið Reptile sem er tekið frá tónleikunum og hefur bæði 5.1 Dolby Digital og Dolby Digital Stereo rás eftir því hvað maður velur þegar maður setur diskinn í.
Einnig er að finna lagið The Day the Whole World Went Away sem er tekið frá tónleikum en maður sér myndbandið við lagið og þar sem myndbandið hættir fær maður að sjá restina á tónleikunum sjálfum en fáum að sjá lokaskotið frá myndbandinu í restina. Sama gegnir um hljóðrásirnar hér.
Síðan eru 3 auglýsingar fyrir hljómplötuna Fragile og hljómplötuna Things Falling Apart og ninetynine.
Og rúsínan í pylsuendanum er þegar Marilyn Manson kom að öllum óvörum á meðan þeir voru að klára lagið Starfuckers, Inc. og taka síðan lagið Beautiful People. Verst að þetta var ekki hljóðblandað yfir í 5.1 Dolby Digital hljóðrás eins og með hin lögin tvö, við fáum aðeins Dolby Digital Stereo hljóðrás.

Önnur leið til þess að sjá ninetynine auglýsinguna er að ýta á 5 eða niður, vinstri og enter á aukaefnis síðunni á disk 2.

Hulstrið:

Hulstrið er alls ekki augnakonfekt. Grátt og kalt. Eins og alltaf með hulstur fyrir NIN diska er erfitt að greina hvað maður er að horfa á. En þetta er ekki eins grípandi og hulstrið fyrir The Fragile sem var að minnsta kosti litríkara. Ekki frábært en samt ekki slæmt.

Stjörnugjöf: ** af **** mögulegum.

Í heildina: ***1/2 af **** mögulegum.

NIN eru ekki fyrir alla en fyrir þá sem vilja upplifa eitthvað nýtt og þá sem geðjast þungri rokktónlist, það eru nú samt róleg lög inn á milli eins og The Frail, La Mer og Hurt. Þeir munu ekki verða sviknir af þessum pakka.
Abstract expressionism is so mid-to-late eighties.