Nú er Edward Furlong búinn að samþykkja að leika í T3 og mun hann endurtaka hlutverk sitt sem John Connor. Enn er ekki komið á víst hvort að Linda Hamilton mun samþykkja að leika í henni og ekkert hefur heyrst af Robert Patrick og er það talið ólíklegt að hann muni leika í þriðju myndinni vegna þáttöku sinnar í X-Files og svo er einnig í gangi sá orðrómur að nýji terminatorinn verði kvenkyns. Þannig að spurning er hvort að Arnold finni draumadísina eða hvort að þetta sé einhver svört ekkja. En eins og áður hefur verið sagt þá mun James Cameron ekki koma nálægt myndinni og finnst mér það mikill missir þar sem hann var einn af handritshöfundum T1 og T2 og einnig má geta að hann hefur verið handritshöfundurinn í öllum myndum sínum að undanskilinni einni, Piranha II:the spawning sem var jafnframt fyrsta myndin. Einungis er hægt að vona það besta.
[------------------------------------]