Tom Tykwer, sá sem gerði myndina Run lola run, er núna að vinna að mynd sem heitir Heaven. Mér fannst run lola run vera löng stuttmynd en samt mjög frumleg þannig að þessi gæti verið athugunarverð. Höfundur myndarinnar er Krzysztof Kieslowski, sá hin sami og gerði litatrílógíunum (blár, rauður, hvítur). Þessi mynd er einmitt hluti af trílógíu sem hann skrifaði(maðurinn er mjög hrifinn af trílógíum)þær heita Heaven,Hell, Purgatory. Hann dó því miður og náði aldrei að gera þessar myndir sjálfur en Tom ætlar að gera fyrstu myndina og láta svo trúlegast aðra sjá um hinar tvær. Myndin er ekki um himnaríki sem stað heldur aðeins um tilfinningalegan skilning á bak við hugtakið himnaríki.
Í aðalhlutverkum eru Cate Blanchett og Giovanni Ribisi(þau voru einmitt bæði í The Gift, sem ég mæli með).
Myndin fjallar um kennara(Blanchett) sem missir manninn sinn, hann tekur of stóran skammt af eiturlyfjum. Hún finnur salann sem seldi manninum hennar skammtinn og ætlar sér að hefna dauða hans. Það fer úrskeiðis og hún er handtekinn. Hún fellur þá fyrir ungum lögreglumanni(Ribisi)……
Myndin kemur bráðlega í bíó hér á landi.

Cactuz-