15 Minutes Þessi mynd er svona ein af þeim sem kemur manni skemmtilega á óvart, því ég bjóst ekki við neinu sérstöku en var á því máli þegar búið var að þessi mynd er alveg frábær í alla staði og ekki skemmir fyrir að þarna er í gangi hörð ádeila á bandaríska réttarkerfið og samfélagið yfir höfuð.
Robert De Niro (Godfather, A Bronx tale og flr.) stendur sig mjög vel í þessari mynd með góðri hjálp frá Edward Burns. (Saving private Ryan) Saman mynda þeir skemmtilega sérstakt tvíeyki.
Karel Roden og Oleg Taktarov (Emil og Oleg) mynda aftur á móti eitt sérstæðasta tvíeyki sem sést hefur lengi á hvíta tjaldinu sem morðingjar og allmennir “vondir kallar”

Myndin fjallar um tvo menn frá A-Evrópu sem koma til Bandaríkjanna til að innheimta skuld frá félaga sínum í bankaráni fyrir nokkrum árum. Sá er búinn að eyða öllum peningunum. Karel verður svo reiður að hann drepur hann og Oleg tekur það allt upp á myndband.
Morð halda áfram eftir sömu þráðum og alltaf tekur Oleg þau upp.
Þá fá þeir þá hugmynd að nota morðin til að afla sér frægðar og peninga með því að snúa á bandaríska réttarkerfið. En til þess þurfa þeir að drepa einhvern frægann……..

Reyndar er söguþráðurinn allt of margslunginn og flókinn til þess að hægt sé að rekja hann í stuttu máli. Ég mæli bara með að fólk skelli sér á þá afbragðsskemmtun og ádeilu sem 15 minutes er og ekki láta það aftra ykkur þó hún sé svolítið lengi af stað. Gamanið byrjar fyrst fyrir alvöru eftir hlé.
kv.