Eftir að Chris Columbus hafði niðurlægt sjálfan sig í tvígang með Harry Potter myndunum var loks skipt um leikstjórastól. Ég hafði fyrir nokkru séð meistaraverk Alfonso Cuarón, “Y tu mamá también” og voru væntingar mínar því þónokkrar fyrir þessa mynd.

Það fyrsta sem maður tekur eftir er að andrúmsloftið er mun myrkara og raunverulegra hjá Cuarón og hinn gullhúðaði töfraheimur sem Columbus skapaði er farinn. Á þessu þriðja ári Harry's er óttast að morðingi sem leitað er ætli sér að myrða hann. Myndatakan er í takt við þetta og gefið er í skyn til áhorfenda að það sé sífellt verið að fylgjast með þeim með hálfgerði ósýnilegri ógn, Jafnframt er mun betra flæði í myndatökunni í þetta skiptið.

Stórt stjörnulið leikara Bretlandseyja hefur ávallt fylgt þessum myndum og hérna bætast stór nöfn á borð við Gary Oldman, David Thewlis, Timothy Spall, Emma Thompson o.fl. Jafnframt sem afleiðing af láti Richard Harris var Michael Gambon fenginn til að taka við hlutverki Dumbledore. Eflaust var erfitt að taka við af goðsögn á borð við Harris en að mínu mati stóð Gambon sig betur en forveri hans, líflegri og frískari. Þarf vart að nefna að Maggie Smith, Alan Rickman og Robbie Coltrane stóðu aftur fyrir sínu. Barnatríóið, sem hafa verið umdeild fyrir takmarkaða leikhæfileika hafa bætt sig töluvert og ber þar helst að nefna Daniel Radcliffe. Hann virðist hafa sett meiri ‘karakter’ og dýpt í hlutverk sín og virðist eiga auðveldara með að setja sig í hlutverk.

Tæknibrellur voru til fyrimyndar eins og við var að búast. Kynntar voru til sögunar skepnur sem kallast ‘Dementors’. Þeir nærast á hamingju annarra og sjúga hana til sín og hafa margir líkt þeim við Nazgul úr Lord of the Rings. Óttast var að þeir yrðu of líkir Nazgul í útliti en ég tel svo ekki vera þó að þeir eigi óneitanlega ýmislegt sameiginlegt. Soundtrackið annaðist svo enginn annar en meistari John Williams. Þemalag myndarinnar með texta úr Macbeth eftir Shakespeare er sungið í kór í myndinni og kemur vel út, eins og alltaf þegar John Williams kemur við sögu.

Þó að myndin sé mun myrkari en hinar tvær er húmorinn jafnframt mun betri og virðist sem Steven Kloves handritshöfundi hafa tekist betur upp á því sviði en áður. Hvort sem það var ætlunin eða ekki er myndin stíluð á eldri markaðshóp en hinar og gæti ég vel trúað að 7-12 ára aðdáendur hafi orðið fyrir vonbrigðum með myndina. Þó kemur á móti að þriðja bókin er einfaldlega mun betur skrifuð og myrkari en fyrstu tvær. Cuarón fellur ekki í þá gryfju sem Columbus féll í að vera of trúr bókunum, ýmsu er breytt til að myndin verði betur aðlöguð eins og gengur og gerist. Ég er þó ekki sáttur við nokkur atriði sem mér fannst ‘crucial’ hafi verið sleppt eða illa útskýrð og þeir sem ekki hafa lesið bókina eiga eflaust erfitt með að skilja marga hluti.

Myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnanda og bendi ég á <a href="http://www.rottentomatoes.com/m/HarryPotterandth ePrisonerofAzkaban-1132921“>rottentomatoes
8.9</a> og <a href=”http://www.imdb.com/title/tt0304141/">imdb 7.9</a>
Sjálfur myndi ég gefa henni ***½ af fjórum.